Kvöldmessa kl. 20:00
Á sunnudaginn 22. september kl. 20:00 verður kvöldmessa með altarisgöngu í Hafnarfjarðarkirkju. Kammerkór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Kára Þormar organista. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu kl. 11:00.
Á sunnudaginn 22. september kl. 20:00 verður kvöldmessa með altarisgöngu í Hafnarfjarðarkirkju. Kammerkór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Kára Þormar organista. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu kl. 11:00.
Sunnudagur 15. september. Haustmessa kl. 11:00 í Hafnarfjarðarkirkju og í Krýsuvíkurkirkju kl. 14:00. Verið velkomin.
Hafnarfjarðarkirkja er með þrjá kóra fyrir ungmenni á aldrinum 6-30 ára. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju, Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju og Ungmennakórinn Bergmál. Hér má finna nánari upplýsingar.
Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir hefur verið ráðin prestur í Hafnarfjarðarkirkju. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna og hlökkum til samstarfsins.
Enn er hægt að skrá sig í fermingarfræðslu vetrarins hjá Hafnarfjarðarkirkju.
Hér má finna nánari upplýsingar.
Verið hjartanlega velkomin í messu sem verður í umsjá yndislegra fermingarbarna 🥰 ásamt presti og starfsfólki Hafnarfjarðarkirkju.
Eldriborgarasamverur hefjast að nýju þann 3. september kl. 12:00. Verið hjartanlega velkomin!
Sunnudagaskóli Hafnarfjarðarkirkju hefst 8. september kl. 11:00. Laugardaginn 31. ágúst verður fjölskylduhátíð Kirkjudaga kl. 11:00-16:00 í Lindakirkju og við hvetum fólk að taka þátt í henni.
Messa með altarisgöngu þann 1. september kl. 11:00. Verið hjartanlega velkomin!
Átt þú söngfugl á aldrinum 6-15 ára sem vill taka þátt í skemmtilegu kórastarfi? Þá er Barnakór og Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju góðir kostir.
Verið hjartanlega velkomin í fermingarfræðslu Hafnarfjarðarkirkju!
Hér má finna upplýsingar og skráningarhlekk.
Sumarmessur í Garðakirkju verða á hverjum sunnudegi í sumar kl. 11:00
Biskup Íslands óskar eftir presti til þjónustu við Hafnarfjarðarprestakall, Kjalarnessprófastsdæmi.
Hafnarfjarðarsókn auglýsir eftir kórstjóra Unglingakórs Hafnarfjarðarkirkju í 35% starf.
Barbörukórinn heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju á þjóðhátíðardaginn þann 17. júní klukkan 16:30.
Á dagskránni eru íslensk ættjarðarlög í tilefni dagsins.
Aðgangur ókeypis.
Sumarmessur verða alla sunnudaga í sumar kl. 11:00 í Garðakirkju á vegum kirknanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Verið hjartanlega velkomin!
Þann 2. júní verður fermingarmessa í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11:00 og vormessa í Krýsuvíkurkirkju kl. 14:00. Verið hjartanlega velkomin!
Sumarhelgistund kl. 11:00. Sumarsálmar og bænir í birtu og yl. Verið hjartanlega velkomin.
Sunnudagaskólinn, foreldramorgnar, kórastarf og eldriborgarastundir eru komnar í sumarfrí. Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn! Messur verða hvern sunnudag í vetur.
Verið hjartanlega velkomin í fermingarfræðslu 2024-2025
Verið hjartanlega velkomin til kvöldmessu þann 12. maí kl. 20:00 í Hafnarfjarðarkirkju 🫶
Kammerkór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Kára Þormar, organista Hafnarfjarðarkirkju 🫶
Sr. Jónína Ólafsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari 🫶
Sameiginleg messa Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju á degi eldriborgara – uppstigningardag. Messan verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju í ár og hefst kl. 14:00.
Verið hjartanlega velkomin á Vorhátíð Hafnarfjarðarkirkju þann 5. maí kl. 11:00.
Einar Aron sýnir töfrabrögð, Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur, hoppukastali, blöðrudýr, andlitsmálning, grillaðar pylsur, bátar á tjörninni, krítar o.fl.
Verið þið hjartanlega velkomin!
Þriðjudaginn 30. apríl kl. 12:00 verða síðustu orgeltónleikar Hafnarfjarðarkirkju á þessu starfsári. Fern Nevjinsky, orgelleikari, mun leika hrífandi tónlist á bæði orgel kirkjunnar. Aðgangur er ókeypis. Verið öll hjartanlega velkomin.
Guðsþjónusta kl. 11:00 og sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu. Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Verið velkomin.
Hið árlega Konukvöld Hafnarfjarðarkirkju verður mánudagskvöldið 22. apríl kl. 20:00 í Hafnarfjarðarkirkju.
Verið velkomin!
Messa með altarisgöngu kl. 11:00 þann 21. apríl. Sr. Sighvatur Karlsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Kári Þormar. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma.
Sunnudaginn 14. apríl kl. 11:00 er fermingarmessa í kirkjunni og sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu.
Verið hjartanlega velkomin!
Verið hjartanlega velkomin í djúpslökun og í mat á Kyrrðarbænastund fimmtudaginn 4. apríl kl. 17:30 í Víðistaðakirkju. Skráning fer fram á netfanginu: bylgja@hafnarfjardarkirkja.is
Sunnudagaskóli 7. apríl.
Fermingarmessa kl. 11:00 og sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu.
Verið velkomin.
Á pálmasunnudag verða tvær fermingarmessur kl. 10:30 og 11:30. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00 í safnaðarheimili kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin 🫶
Verið hjartanlega velkomin í líflega og fjölbreytta fjölskyldumessu þann 17. mars kl. 11:00. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur með og fyrir okkur og við heyrum sögu um lítið barn í tágarkörfu. Góð stund fyrir alla fjölskylduna. Sjáumst 🌻
Messa með altarisgöngu kl. 11:00. Sr. Sighvatur Karlsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgel og félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu.
Velkomin í sunnudagaskóla kl. 11:0 og Kvöldmessu kl. 20:00 þann 3. mars.
Velkomin í sunnudagaskólagleði í vetrarfríinu, 25. febrúar kl. 11:00.