fréttasafn

Fréttir

Messa og listasmiðja

Messa og listasmiðja sunnudaginn 29. október kl. 11. Eftir sunnudagaskóla og messu er börnum og unglingum boðið í listasmiðju sem Sara Vilbergsdóttir myndlistarkennari leiðir.

Lesa frétt »
Fréttir

Námskeið í Kyrrðarbæn

NÁMSKEIÐ Í KYRRÐARBÆN.
Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi ásamt Víðistaðakirkju og Hafnarfjarðarkirkju bjóða upp á námskeið um Kyrrðarbæn í Víðistaðakirkju.

Lesa frétt »
Fréttir

Bleik messa

Í messu sunnudagsins 22. október kl. 11:00, flytur Jónína Steiney Steingrímsdóttir hugvekju.
Boðið verður upp á ilmolíublessun í messunni og kaffi og meðlæti á eftir.
Sunnudagaskóli á sama tíma.
Verið öll hjartanlega velkomin 🌞🫶💒

Lesa frétt »
Fréttir

Kvöldmessa

Kvöldmessa kl. 20:00.
Bergmál, ungmennakór Hafnarfjarðarkirkju, syngur.
Sunnudagaskóli kl. 11:00

Lesa frétt »
Fréttir

Uppskerumessa

Uppskerumessa kl. 11:00. Kvenfélagskonur selja grænmeti til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar á eftir messu. Sunnudagaskóli á sama tíma. Verið hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Fréttir

Fjölskyldumessa

Fjölskyldumessa kl. 11:00. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Föndur og léttar veitingar eftir messu. Verið öll hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Fréttir

Eldriborgarasamverur

Eldriborgarasamverur hefjast á ný eftir sumarfrí, þriðjudaginn 12. september kl. 12:00. Hér má sjá þá gesti sem framundan eru.

Lesa frétt »
Fréttir

Frábærir tónlistarmenn í Hafnarfjarðarkirkju

Úkraínski víóluleikarinn Semjon Kalinowsky, sem búsettur er í Lübeck, Þýskalandi, og Eyþór Franzson Wechner organisti Blönduóskirkju, leika sígild verk eftir tónskáld Hansaborganna. Þar má m.a. finna verk eftir Telemann, Buxtehude, Svendsen o.fl.
Aðgangur er ókeypis.

Lesa frétt »
Fréttir

Helgihald í júlí 2023

Sumarmessur í Garðakirkju halda áfram í júlí en sumarmessur, sem er samstarfsverkefni söfnuðanna í Hafnarfirði og Garðabæ, eru haldnar hvern sunnudag í Garðakirkju kl. 11.00.

Lesa frétt »
Fréttir

Helgihald í júní 2023

Fermingarmessa verður í Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.30 á sjómannadaginn. Í júní taka við sumarmessur sem er samstarfsverkefni söfnuðanna í Hafnarfirði og Garðabæ en þær messur eru haldnar hvern sunnudag í Garðakirkju kl. 11.

Lesa frétt »
Fréttir

Tvær messur 21. maí

Messa í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11.00.
Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar. Organisti er Kári Þormar. Félagar úr Barbörukórnum syngja.

Árleg vormessa í Krýsuvíkurkirkju sunnudaginn 21. maí kl. 14.00.
Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar og Kári Þormar leikur á orgel og Rakel Edda Guðmundsdóttir syngur.
Eftir messuna er boðið til kirkjukaffis í Sveinshúsi.

Lesa frétt »
Fréttir

Uppstigningadagur

Hafnarfjarðarkirkja
Uppstigningardagur, 18 maí
Kirkjudagur aldraðra

Sameiginleg guðsþjónusta Hafnarfjarðarsóknar og Víðistaðasóknar, verður í Víðstaðakirkju á Uppstigningardag, 18 maí kl. 14.00.

Lesa frétt »
Fréttir

Kyrrðardagur í Hafnarfjarðarkirkju

Kyrrðardagar veita einstakt tækifæri til að dvelja og endurnærast í mildi og kyrrð
Boðið verður upp á Kyrrðarbæn, íhugun, jóga og djúpslökun
Dagurinn mun að mestu leyti fara fram í þögn og þar með borðhald í hádeginu
Umsjón: Sr. Aldís Rut Gísladóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir

Opnið fréttina til að skrá ykkur.

Lesa frétt »
Fréttir

Gleðilegt sumar

Nú eru eftirfarandi dagskrárliðir í safnaðarstarfinu komnir í sumarfrí:
Sunnudagaskóli
Foreldramorgnar
Eldriborgarasamverur
Barnakórsæfingar
Unglingakórsæfingar
Ungmennakórsæfingar
og Listafjör.

Lesa frétt »
Fréttir

Tónleikar Barbörukórsins

Tónleikar Barbörukórsins undir stjórn Kára Þormars fer fram í Hafnarfjarðarkirkju 17. maí kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er Hvað er ástin? Miðaverð er 3.500 kr og öll eru hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Fréttir

Göngumessa á Hamarinn

Göngumessa kl. 11.00 upp á Hamarinn og plokkun. Egill Friðgeirsson segir frá staðháttum og sr. Sighvatur Karlsson þjónar. Hittumst við Hafnarfjarðarkirkju. Sunnudagaskólinn er kominn í sumarfrí.

Lesa frétt »
Fréttir

Konukvöld 9. maí kl. 20

Glæsilegt konukvöld Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju verður haldið þriðjudaginn 9. maí kl. 20.00 í Hafnarfjarðarkirkju. Í ár er það Edda Björgvinsdóttir leikkona sem flytur erindi en þar að auki má búast við ýmsum tónlistaratriðum, tískusýningu, happdrætti með glæsilegum vinningum. Léttar veitingar. Frítt inn!
Verið hjartanlega velkomin!

Lesa frétt »
Fréttir

Innsetningarmessa 7. maí kl. 14

Innsetningarmessa sr. Aldísar Rutar Gísladóttur fer fram 7. maí kl. 14.00.
Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur, þjónar og setur Aldísi Rut í embætti prests. Kári Þormar er organisti og Barbörukórinn syngur. Kaffi á eftir og öll velkomin.

Lesa frétt »
Fréttir

Vorhátíð 7. maí kl. 11

Við bjóðum öllum til vorhátíðar sunnudaginn 7. maí kl. 11.00. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju mun syngja undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Þá bjóðum við upp á grillaðar pylsur, veltibíl, hoppukastala, vatnsblöðruleiki, andlitsmálningu, leikfangabáta á tjörninni o.m.fl. Verið öll velkomin á Vorhátíð 🌞🌼

Lesa frétt »
Fréttir

Ferð á Bessastaði

Eldriborgarastarfið fer í heimsókn á Bessastaði þriðjudaginn 2. maí kl. 12.00.
Skráning og nánari upplýsar í síma: 8943497.

Lesa frétt »
Scroll to Top