Ferming

Fermingafræðsla í Hafnarfjarðarkirkju

VELKOMIN Í FERMINGARFRÆÐSLU HAFNARFJARÐARKIRKJU

Fermingarfræðslan hefst með námskeiði áður en skólinn hefst í ágúst og eftir það fer fram fræðsla u.þ.b. einu sinni til tvisvar í mánuði.  
Fermingarbörnin fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.

Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar og ef börnin eru óskírð sjá prestar um að skíra þau í samráði við foreldra eða forráðamenn. Ef börnin geta ekki mætt á námskeiðið í ágúst vegna sumarleyfa fá þau aukatíma.

Jónína og Aldís Rut, prestar kirkjunnar, og Bylgja Dís, æskulýðsfulltrúi, sjá um fermingarfræðsluna ásamt góðum gestum.

Lifandi, fjölbreytt og skemmtileg fræðsla
Námskeið í ágúst og fræðsla einu sinni til tvisvar í mánuði

Leikir, gleði, hópefli og tónlist
Byggjum upp jákvæða sjálfsmynd, traust og góð tengsl

Ferðalag í Vatnaskóg
Heill dagur fullur af gleði og fjöri

Þátttaka í helgihaldi
Innihaldsríkar fjölskyldustundir á sunnudögum

Þátttaka í hjálparstarfi
Skiptir máli hvað ég geri? Veitir það mér gleði að hjálpa öðrum?

Einstaklingsviðtöl
Viðtöl sem gera fræðsluna persónulegri

Slökun, íhugun, núvitund og sjálfstyrking
Aðferðir til að hvíla sig á áreitum frá tækjum og umhverfi

Skráning í fermingarstarfið veturinn 2024 – 2025 fer fram hér.
Fyrirspurnir má senda á netföngin: jonina@hafnarfjardarkirkja.is, aldisrut@hafnarfjardarkirkja.is og bylgja@hafnarfjardarkirkja.is

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram (fyllsta trúnaðar verður gætt við meðferð og varðveislu upplýsinganna):

 • Nafn fermingarbarns
 • Kennitala
 • Heimilisfang
 • Skóli
 • Trúfélag barns
 • Skírnardagur barns (eða upplýsingar um að barnið sé óskírt)
 • Nafn/ nöfn foreldra
 • Kennitala foreldra
 • Sími/símar
 • Netfang foreldra (til að senda reglulega upplýsingar um starfið)
 • Aðrar upplýsingar sem foreldrar vilja koma á framfæri

Umsjón

Jónína og Aldís Rut, prestar Hafnarfjarðarkirkju, og Bylgja Dís, æskulýðsfulltrúi, sjá um fermingarfræðsluna.
 
Val um fermingardaga vorið 2025

Sunnudagur 30. mars kl. 11:00

Sunnudagur 6. apríl kl. 11:00

Pálmasunnudagur 13. apríl kl. 10:30

Pálmasunnudagur 13. apríl kl. 13:30

Sjómannadagurinn 1. júní kl. 11:00

Skráning í fermingarstarfið veturinn 2024 – 2025

Scroll to Top