Ferming
Fermingafræðsla í Hafnarfjarðarkirkju
Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.
Skráning í fermingarstarfið veturinn 2020 – 2021 fer fram hér.
Jón Helgi og Þórhildur, prestar kirkjunnar, og Bylgja Dís, æskulýðsfulltrúi, sjá um fermingarfræðsluna.
Lifandi, fjölbreytt og skemmtileg fræðsla
Mæting annan hvern þriðjudag, kennt er í litlum hópum
Leikir, gleði, hópefli og tónlist
Byggjum upp jákvæða sjálfsmynd, traust og góð tengsl
Ferðalag í Vatnaskóg
Gist eina nótt
Þátttaka í helgihaldi
Innihaldsríkar fjölskyldustundir á sunnudögum
Þátttaka í hjálparstarfi
Skiptir máli hvað ég geri? Veitir það mér gleði að hjálpa öðrum?
Einstaklingsviðtöl
Viðtöl sem gera fræðsluna persónulegri
Slökun, íhugun, núvitund og sjálfstyrking
Aðferðir til að hvíla sig á áreitum frá tækjum og umhverfi
Skráning í fermingarstarfið veturinn 2020 – 2021 fer fram hér.
Fyrirspurnir má senda á netfangið: jon.th@kirkjan.is.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram (fyllsta trúnaðar verður gætt við meðferð og varðveislu upplýsinganna):
- Nafn fermingarbarns
- Kennitala,
- Heimilisfang
- Skóli
- Trúfélag barns,
- Skírnardagur barns (eða upplýsingar ef barnið er óskírt).
- Nafn/ nöfn foreldra
- kennitala foreldra
- Sími/símar
- Netfang foreldra (til að senda reglulega upplýsingar um starfið).
Aðrar upplýsingar sem foreldrar vilja koma á framfæri við prestana.
Umsjón
- Pálmasunnudagur 28. mars kl. 11
- Skírdagur 1. apríl kl. 11
- Sunnudagur 11. apríl kl. 11
- Sunnudagur 18. apríl kl. 11
- Hvítasunnudagur, 23. maí kl. 11
- Ekki búin að ákveða fermingardag.