Kirkjubrall 28. janúar

Kirkjubrall 28. janúar

Í Kirkjubralli taka börn og fullorðnir sameiginlega þátt í sköpun, leikjum, borðhaldi og helgihaldi. Kirkjubrall eða Messy Church er vinsælt messuform sem notað er víðsvegar um heim.
Tilgangurinn er að fjölskyldan geti átt gæðastund þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Mælt er með að koma í fötum sem mega verða skítug.

Kirkjubrall byrjar á því að gestir fara á milli stöðva og velji sér eitthvað til að gera t.d. föndur, leiki o.sfrv.

Eftir u.þ.b. 40 mínútur söfnumst við öll saman í kirkjunni og heyrum söguna sem við höfum verið að leika og föndra útfrá og heyrum Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngja nokkur lög undir stjórn Brynhildar Auðbjarðardóttur.

Eftir stundina er öllum boðið til málsverðar.

Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin!

Scroll to Top