Barna- og unglingakór
Barna- og unglingakór
Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju veturinn 2024-2025
í kirkjunni eru starfræktir tveir kórar fyrir krakka í 1. – 10. bekk. Á kóræfingum er sungið saman, farið er í leiki og tækifæri gefst á að mynda ný vinatengsl. Kórastarfið snýst mikið um að undirbúa viðburði sem kórarnir taka þátt í bæði innan kirkjunnar sem utan hennar. Undanfarin ár hafa fjölmörg ungmenni tekið þátt í blómlegu kórastarfi kirkjunnar og notið sín í góðum félagsskap.
Kórarnir taka þátt í ýmsum viðburðum og því er lagavalið mjög fjölbreytt.
Fastir viðburðir síðastliðin ár hefur verið að syngja á Jólavöku við kertaljós, sameiginlegri æskulýðshátíð hafnfirskra kirkna eða á Sönghátíð barnanna í Hallgrímskirkju og á Barnakóramóti Hafnarfjarðar í Víðistaðakirkju. Einnig heldur kórinn sjálfstæða Jóla- og /eða Vortónleika þar sem afrakstur starfsins eru gerð skil.
Af framanverðu er ljóst að boðið er upp á fjölbreytt starf sem innifelur meðal annars eftirfarandi:
Góða raddþjálfun
Fjölbreytta tónlistarflóru
Þjálfun í að koma fram, bæði í kirkjunni og utan hennar.
Æfingu í að vinna með öðrum að sameiginlegu markmiði
Þjálfun í þrautseigju, virðingu og tillitsemi
Vináttu
Þátttaka
Öll börn frá 1. -10. bekk eru velkomin í kórinn. Ætlast er til að kórfélagar mæti á æfingar og þegar kórinn kemur fram nema um veikindi sé að ræða. Lagaval miðast við þann hóp sem skráður er og því er gert ráð fyrir að þeir sem stundi æfingar mæti einnig þegar kórinn komi fram. Í upphafi annar er birt dagskrá svo að foreldrar geti gert ráð fyrir viðburðunum í tíma.
Kórklæðnaður
Þegar kórinn kemur fram eru kórfélagar í snyrtilegum svörtum og/eða hvítum fötum að eigin vali. Klæðnaðurinn er stundum brotinn upp með rauðu fyrir jólin og með sumarlitum á vorin.
Uppbrot
Á hverju ári eru nokkur uppbrot á kórastarfinu. Árlega fer unglingakórinn í æfingabúðir, og á kóramót sem eru mikilvægur hluti þess að hrista hópinn saman.
Önnur uppbrot eru t.d. náttfatapartý, æfingadagar, kóraheimsóknir og ofl. Að vori fara kórarnir annaðhvort í óvissuferð eða vorferð. Á nokkurra ára fresti hefur unglingakórinn farið í vorferð erlendis t.d. til Danmerkur, Ungverjalands, Noregs, Ítalíu og síðast til Danmerkur á Barna – unglingakóramót Norðurlanda – Norbusang.
Foreldrasamstarf
Áhersla er lögð á gott samstarf við foreldra. Þeirra er að fylgjast með dagskrá kóranna og gera ráð fyrir æfingum og atburðum.
Mikilvægt er að tilkynna veikindi eða önnur nauðsynleg forföll með sms eða lokuðum skilaboðum á facebook. Þá er einnig treyst á aðstoð foreldra t.d. í kringum æfingabúðir og/eða vorferðir. Það hefur margoft sýnt sig að hvatning og stuðningur foreldra skiptir sköpum fyrir kórastarfið.
Nánari upplýsingar
Kórfélagar borga eitt kórgjald yfir veturinn sem er fyrir kostnaði á uppbrotum vetrarins og smá hressingu á æfingum.
Þátttaka í Barnakórinn er 7000 kr. og í Unglingakórinn 12.000 kr.
Mikilvægt er að setja nafn barns í skýringu við millifærsluna.
Gert er ráð fyrir að greiðslur berist við eða stuttu eftir skráningu í kórinn inn á reikning 545-26-9076. Kt: 590169-7069.
Facebook hópar kórsins nýtast sem upplýsingamiðill á milli kórstjóra og foreldra. Foreldrar eru hvattir til að óska eftir inngöngu og fylgjast vel með.
Nöfn hópanna eru
Barnakór Hafnarfjarðarkirkju 2020-2021.
Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju 2020-2021.
Æfingatímar
Æfingar Barnakórs
fyrir börn frá 1. -5. bekk
fimmtudaga kl. 17:00
Æfingar unglingakórs
fyrir ungmenni frá 6. -10. bekk
fimmtudaga kl. 17:45