Eldriborgarasamverur

Eldriborgarasamverur

Stundirnar eru á þriðjudögum og hefjast með kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.00.

Að lokinni kyrrðarstund er gengið til léttrar hádegissamveru en að henni lokinni hefst skipulögð dagskrá í Hásölum með fjöldasöng og góðum gestum. Í lok hvers mánaðar verður kyrrðarstundin í formi orgeltónleika.

Umsjón með samverunum hafa sr. Sigurður Kr. Sigurðsson, Kristín Jóhannesdóttir, prestar Hafnarfjarðarkirkju og Kvennfélag Hafnarfjarðarkirkju.

Dagskráin sem fram undan er:

  • 24. janúar Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir hússtjórnarkennari.
  • 31. janúar Janus Guðlaugsson frá Heilsueflingu.
  • 07. febrúar Þorrablót.
  • 14. febrúar Kynning á óperunni Don Pasquale eftir Donizetti.
  • 21. febrúar Óttar Guðmundsson geðlæknir.
  • 28. febrúar Eiríkur P. Jörundsson rithöfundur.
  • 07. mars Þórey Dögg Jónsdóttir djákni fjallar um orlofsdvöl á Löngumýri.
  • 14. mars Elín Sigrún Jónsdóttir lögmaður.
  • 21. mars Annríki. Þjóðbúningar og skart.
  • 28. mars Heimsókn á Seltjarnarnes, rúta í boði frá Hafnarfjarðarkirkju.
  • 04. apríl Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sýnir píslargönguna í myndum.
  • 11. apríl Ingvar Viktorsson fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði.
  • 18. apríl Gissur Guðmundsson fyrrum lögreglumaður í Hafnarfirði. Hjalla- og Digranessókn heimsækja okkur í þessa samveru.
  • 25. apríl Benedikt Sigurðsson flytur fyrirlestur í tali og tónum um hamingjuna.
  • 2. maí Heimsókn á Bessastaði. Vinsamlegast skráið ykkur: jonina@hafnarfjardarkirkja.is. Þetta verður síðasta stundin á þessu starfsári. Hittumst á ný í september.
Scroll to Top