Bænastundir

Bænastundir

Kyrrð og fyrirbæn

Á þriðjudögum kl. 12 fer fram kyrrðarstund í kirkjunni. Frammi liggur bók þar sem hægt er að skrifa niður fyrirbænaefni og kveikja á bænarljósi. Eftir stundina er boðið upp á léttan hádegisverð. Síðasta þriðjudag í mánuði býður kirkjan gestum á orgeltónleika kl. 12 og í léttan hádegisverð á eftir, sem kemur þá í stað kyrrðarstundarinnar.

Kvöldkirkja

Á miðvikudögum á milli kl. 17.30-18.30 er Hafnarfjarðarkirkja opin gestum. Komið þegar ykkur hentar, njótið kyrrðar, dveljið í íhugun, bæn eða kveikið á kerti. Prestur leiðir bænastund kl. 18.00.

Stundir fyrir Drafnarhús

Hafnarfjarðarkirkja býður dvalargestum frá Drafnarhúsi upp á stundir einu sinni í mánuði. Um er að ræða stutta bæna- og helgistund og á eftir hana er borðhald ásamt fjöldasöng og fleiru skemmtilegu.

Sólvangur

Einu sinni í mánuði annast prestar helgistundir á Sólvangi, hjúkrunarheimili, ásamt því að messa þar um hátíðir.

Scroll to Top