Bænastundir
Bænastundir
Kyrrð og fyrirbæn
Á þriðjudögum kl. 12 fer fram kyrrðarstund í kirkjunni. Frammi liggur bók þar sem hægt er að skrifa niður fyrirbænaefni og kveikja á bænarljósi. Eftir stundina er boðið upp á léttan hádegisverð. Síðasta þriðjudag í mánuði býður kirkjan gestum á orgeltónleika kl. 12 og í léttan hádegisverð á eftir, sem kemur þá í stað kyrrðarstundarinnar. Í kjölfar hádegisverðar eru samverustundir í umsjá sr. Sigurðar Kr. Sigurðssonar og Kristínar Jóhannesdóttur, organista.
Kyrrðarbænastundir
Á miðvikudögum kl. 17:30-18.15 eru Kyrrðarbænastundir í Víðistaðakirkju en stundirnar eru samstarfsverkefni milli Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju. Iðkuð er Kyrrðarbæn (sjá nánar á www.kyrrdarbaen.is) ásamt íhugun og bæn. Umsjón með stundunum hafa Bergþóra Baldursdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir.
Stundir fyrir Drafnarhús
Hafnarfjarðarkirkja býður dvalargestum frá Drafnarhúsi upp á stundir einu sinni í mánuði. Um er að ræða stutta bæna- og helgistund og á eftir hana er borðhald ásamt fjöldasöng og fleiru skemmtilegu.
Sólvangur
Einu sinni í mánuði annast prestar helgistundir á Sólvangi, hjúkrunarheimili, ásamt því að messa þar um hátíðir.