Hjónavígsla

Hjónavígsla

Almennt
Hjónavígsla er athöfn þar sem tveir einstaklingar, karl og kona, eða tveir karlar eða tvær konur, heita hvort öðru ævitryggðum, að eiga, njóta og þiggja saman yndi lífsins, gleði og sorgir.

Hjúskaparsáttmálinn er í eðli sínu veraldleg stofnun og hefur Alþíngi sett um hjónabandið lagaramma sem skal tryggja báðum aðilum sem og niðjum þeirra ýmis konar réttindi s.s. varðandi eignir og erfðamál. Jafnframt leggur hjúskapur ýmsar skyldur á herðar viðkomandi varðandi umgengni og forsjárskyldu. Þau sem ganga í hjónaband lýsa því yfir í áheyrn votta að þau vilji vera hjón og handsala síðan þennan sáttmála. Efnislega er enginn munur á þessu hvort sem um er að ræða borgaralega hjónavígslu eða kirkjulega. Samkvæmt íslenskum lögum hafa prestar og forstöðumenn safnaða heimild til að annast þennan borgaralega gjörning allt eins og sýslumenn eða fulltrúar þeirra.

Þau sem ætla að ganga í hjónaband þurfa að fylla út könnunarvottorð og skila inn vottorðum (sjá nánar á vef sýslumanna eða stjórnarráðs). Þegar annað eða bæði hjónaefni hafa lögheimili erlendis þá gefa sýslumannsembættin út könnunarvottorð um hjúskaparskilyrði.

Hjónavígsla í kirkju
Þau sem ætla að ganga í hjónaband í kirkju þurfa að hafa samband við prest sem kallar þau til sín til undirbúnings hjónavígslunni. Bóka þarf kirkju og ræða um framkvæmd athafnar, tónlist o.fl. Einnig fylla þau út könnunarvottorð. Organistinn getur rætt við brúðhjónin um tónlist, sálma og annan söng. Heimild er fyrir því að athöfnin fari fram á heimili eða utan húss. Áður en athöfnin fer fram fer oftast fram æfing þar sem hjónaefnin fara yfir athöfnina með prestinum. Í það minnsta tveir vottar verða að vera viðstaddir hjónavígslu.

Presturinn veitir allar nánari upplýsingar um hjónavígsluna, undirbúning og framkvæmd.

Sálmabókin geymir marga sálma sem viðeigandi er að syngja við hjónavígslu en algengustu sálmarnir eru:

Scroll to Top