Foreldramorgnar

Foreldramorgnar

Á fimmtudögum kl. 10 – 12 eru foreldramorgnar fyrir foreldra og ung börn þeirra í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju í umsjá Aldísar Rutar Gísladóttur. Boðið er upp á góða samveru, létt spjall, fyrirlestra og veitingar. Aðgangur fyrir vagna er góð og aðstaðan einnig. 

Það verða bara tveir foreldramorgnar í apríl vegna skírdags og sumardagsins fyrsta. 

13. apríl 10-12

Sonja Magnúsdóttir, talmeinafræðingur, hefur sérhæft sig í fæðuinntöku barna allt frá brjóstagjöf til stálpaðra barna og veikleikum á munnsvæði barna og fullorðinna og undirliggjandi ástæðum þeirra, m.a. tungu- og varahöftum, puttasogi, o.fl. 

Sonja mun m.a. fjalla um fyrstu skrefin þegar kemur að fastri fæðu, ástæður þess ef barn á í erfiðleikum með að meðhöndla mat og hvernig hægt er að tvinna málörvun inn í matartímann. 

Sonja er eigandi Matur og Munnur og deilir ýmsum fróðleik á heimasíðunni www.maturogmunnur.is, sem og á IG og FB síðum með sama nafni.

27. apríl 10-12

Aníta Rún, eigandi Sassy, kemur í heimsókn og kynnir fyrir okkur þægilegan fatnað á meðgöngu og eftir fæðingu.

Sassy er lítil verslun í Hafnarfirði með fjölbreytt úrval af aðhalds & mótunarfatnað í fyrir öll kyn, ásamt frábæru úrval af undirfötum í góðum stærðum.

(Býður þeim sem koma 15 % afslátt af vörum hjá sér þennan dag)

Nánari upplýsingar veitir Aldís Rut: aldisrut@hafnarfjardarkirkja.is.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Vor 2023 – Foreldramorgnar 

Scroll to Top