Sunnudagaskóli í vetrarfríinu

Sunnudagaskóli í vetrarfríinu

Í sunnudagskólanum í Hafnarfjarðarkirkju ræður gleði, undrun og leikur ríkjum. Tónlistin fær mikið vægi með söng, hljóðfærum og tónlistarleikjum. Auk þess heyrum við uppbyggilegar biblíusögur, lærum bænir, horfum á brúðuleikhús, teiknum, dönsum, föndrum og horfum á stutt myndbönd o.fl.
 
Í lokin fáum við okkur hressingu og síðan mynd með okkur heim í fjársjóðskistuna.
 
Á sunnudaginn 25. febrúar taka leiðbeinendur sunnudagaskólans vel á móti ykkur öllum.
Scroll to Top