Andlát og útför

Andlát og útför

Að kveðja ástvin í hinsta sinni er ein af stærstu stundum í lífi hverrar manneskju. Prestur er reiðubúinn að koma og vitja þeirra sem eru deyjandi, eiga þar samtal og bænastund og ræða við ættingja.

Eftir andlátið leiðbeinir presturinn ástvinum um undirbúning útfarar í samvinnu við organista og útfararstofu. Presturinn vinnur með syrgjendum við úrvinnslu sorgarinnar, ræðir við þau um minningarorðin o.fl. Þegar búið er að búa um hinn látna í kistu eiga nánustu ástvinir stutta bænastund við kistuna, kistulagningarbæn, sem presturinn stýrir.

Útförin er guðsþjónusta þar sem ástvinir og samferðarfólk kveður hinn látna, tjá sorg sína en einnig þakklæti fyrir liðnar stundir og fela hinn látna í vald Drottins Guðs.

Eftir útförina í kirkjunni fer presturinn með ástvinum í kirkjugarðinn þar sem jarðsetning fer fram. Þegar bálför fer fram er kistan einnig borin út úr kirkju. Jarðsetning duftkers fer fram síðar og er presturinn reiðubúinn að leiða þá stund ef óskað er eftir.

Scroll to Top