Fermingarmessa og vormessa í Krýsuvíkurkirkju

Fermingarmessa og vormessa í Krýsuvíkurkirkju

Tvær messur í Hafnarfjarðarsókn verða sunnudaginn 2. júní. Kl. 11:00 munu 17 ungmenni fermast í Hafnarfjarðarkirkju. Eftir það verður vormessa í Krýsuvíkurkirkju þann kl. 14:00. Boðið verður upp á messukaffi í Sveinshúsi þar sem sýningin Akademía verður opnuð með verkum eftir níu listamenn.
Í messunni sjá Kári Þormar og Sara Gríms um tónlistina, sr. Jónína þjónar fyrir altari og sr. Sighvatur prédikar.
Það er stuttur bíltúr í Krýsuvíkurkirkju en hún stendur ásamt Sveinshúsi í stórbrotinni náttúru. Verið hjartanlega velkomin!

Frá víglsu Krýsuvíkurkirkju

Scroll to Top