Kirkjubrall

Kirkjubrall

 

Kirkjubrall eða Messy Church er vinsælt messuform sem notað er víðsvegar um heim. Í Kirkjubralli taka börn og fullorðnir sameiginlega þátt í sköpun, leikjum, borðhaldi og helgihaldi. Tilgangurinn er að fjölskyldan geti átt gæðastund þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Mælt er með að koma í fötum sem mega verða skítug. Fjölskyldur eru allskonar og allar eru velkomnar. 

Kirkjubrall byrjar á því að gestir fara á milli stöðva og velji sér eitthvað til að gera t.d. föndur, leiki o.sfrv. Eftir u.þ.b. 40 mínútur söfnumst við öll saman í kirkjunni og heyrum söguna sem við vorum að leika og föndra útfrá. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur yfirleitt 2-3 lög. Eftir stundina er öllum boðið til málsverðar í Hásölum.

Kirkjubrall er haldið í Hafnarfjarðarkirkju einu sinni til tvisvar sinnum á ári.

 

Scroll to Top