Kirkjubrall

Kirkjubrall

Kirkjubrall eða Messy Church er vinsælt messuform sem notað er víðsvegar um heim. Í Kirkjubralli taka börn og fullorðnir sameiginlega þátt í sköpun, leikjum, borðhaldi og helgihaldi. Tilgangurinn er að fjölskyldan geti átt gæðastund þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Lögð er áhersla á að fólk komi til kirkjunnar eins og það er; hvernig sem því líður og hvar sem það er statt í sínu trúarlífi. Fjölskyldur eru allskonar og allar eru velkomnar.

Kirkjubrall er haldið í Hafnarfjarðarkirkju einu sinni til tvisvar sinnum á ári.

Scroll to Top