Í hjarta Hafnarfjarðar

HAFNARFJARÐARKIRKJA

Velkomin í Hafnarfjarðarkirkju

Hafnarfjarðarkirkja er kjarni og miðja bæjarmyndar Hafnarfjarðar og sjófarendum glögg viðmiðun er þeir sigla inn fjörðinn og því má segja að Hafnarfjarðarkirkja sé á margvíslegan hátt leiðarljós bæjarbúa í lífi og starfi.

Hafnarfjarðarkirkja var fyrsta kirkja þjóðkirkjusafnaðar í Hafnarfirði og ber því nafn bæjarins. Hafnarfjarðarkirkja leggur sig fram við að þjóna öllum þeim sem til hennar leita.

Fréttir

Fréttir

Sumarfrí

Sunnudagaskólinn, foreldramorgnar, kórastarf og eldriborgarastundir eru komnar í sumarfrí. Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn! Messur verða hvern sunnudag í vetur.

Lesa meira »
Fréttir

Kvöldmessa kl. 20:00

Verið hjartanlega velkomin til kvöldmessu þann 12. maí kl. 20:00 í Hafnarfjarðarkirkju 🫶

Kammerkór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Kára Þormar, organista Hafnarfjarðarkirkju 🫶

Sr. Jónína Ólafsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari 🫶

Lesa meira »
Fréttir

Messa á degi eldriborgara

Sameiginleg messa Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju á degi eldriborgara – uppstigningardag. Messan verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju í ár og hefst kl. 14:00.

Lesa meira »
Fréttir

Vorhátíð Hafnarfjarðarkirkju

Verið hjartanlega velkomin á Vorhátíð Hafnarfjarðarkirkju þann 5. maí kl. 11:00.
Einar Aron sýnir töfrabrögð, Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur, hoppukastali, blöðrudýr, andlitsmálning, grillaðar pylsur, bátar á tjörninni, krítar o.fl.
Verið þið hjartanlega velkomin!

Lesa meira »
Fréttir

Orgeltónleikar 30. apríl kl. 12

Þriðjudaginn 30. apríl kl. 12:00 verða síðustu orgeltónleikar Hafnarfjarðarkirkju á þessu starfsári. Fern Nevjinsky, orgelleikari, mun leika hrífandi tónlist á bæði orgel kirkjunnar. Aðgangur er ókeypis. Verið öll hjartanlega velkomin.

Lesa meira »

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.

Hafnarfjarðarkirkja

Í hjarta Hafnarfjarðar

Scroll to Top