Í hjarta Hafnarfjarðar

HAFNARFJARÐARKIRKJA

Fréttir

Fréttir

Minningarstund frestað

Minningarguðsþjónustu um skipverjana sem fórust með Sviða GK7 þann 2 desember 1941, og halda átti 21. nóvember 2021, hefur verið frestað fram yfir áramót vegna sóttvarnarreglna. Guðsþjónustan verður auglýst vel þegar að henni kemur.

Stutt minningarstund verður haldin 2. desember n.k. í Hafnarfjarðarkirkju vegna sjóslyssins en hún verður því miður ekki opinn almenningi vegna sóttvarnarreglna. Um leið verður opnuð sýning í safnaðarheimilinu vegna sjóslyssins og verður sýningin opin á skrifstofutíma kirkjunnar. Á þriðjudögum og fimmtudögum kl 13 – 15 mun Egill Þórðarson veita leiðsögn um sýninguna.

Beðist er velvirðingar á misvísandi upplýsingum um ofangreinda viðburði í grein í Morgunblaðinu 27. nóvember 2021.

Lesa meira »
Fréttir

Fyrsti í aðventu

Fyrsti sunnudagur í aðventu, 28 nóvember.
Guðsþjónusta kl 11.

Kveikt á fyrsta aðventukertinu.
Skátar bera inn friðarljósið frá Betlehem.
Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja.

Vegna sóttvarnarreglna mega aðeins 50 manns koma í stundina. Grímuskylda fyrir fullorðna.

Sunnudagaskóli á sama tíma.

Verið velkomin.

Lesa meira »
Fréttir

Sunnudagaskóli kl. 11

Verið hjartanlega velkomin í sunnudagaskólann 👼👼👼👼👼

Í sunnudagskólanum í Hafnarfjarðarkirkju ræður gleði, undrun og leikur ríkjum. Tónlistin fær mikið vægi með söng og hljóðfærum. Auk þess heyrum við uppbyggilegar Biblíusögur, lærum bænir, horfum á brúðuleikhús, teiknum, dönsum, horfum á stutt myndbönd o.fl. Í lokin fá allir gullkorn með sér heim í Fjársjóðskistuna sína (fjársjóðskistuna fá börnin að gjöf).

Sunnudagaskólinn leggur sig fram við að styðja fjölskyldur, í öllum sínum fjölbreytileika, við að kenna börnum bænir, byggja upp jákvæða sjálfsmynd og finna öryggi og vináttu hjá góðum og kærleiksríkum Guði.

Helga Magnúsdóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir sjá um sunnudagaskólann.

Lesa meira »
Fréttir

Helgistund 21. nóvember kl. 11

Helgistund verður í umsjá sr. Jóns Helga Þórarinssonar og Guðmundar Sigurðssonar sunnudaginn 21. nóvember kl. 11.

Verið velkomin – Sunnudagaskóli á sama tíma.

Minningarstundinni um skipverjana sem fórumst með Sviða GK 7 er frestað um óákveðin tíma.

Lesa meira »
Fréttir

Plan B – Helgistund á sunnudag kl. 11

Í ljósi aðstæðna er fjölskylduguðsþjónunstunni
sem vera átti á sunnudaginn frestað.

Í hennar stað verður létt helgistund í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11
í umsjá sr. Jónínu Ólafsdóttur og Guðmundar Sigurðssonar organista.

Sunnudagaskólinn verður þá ekki þennan sunnudag en við stefnum á að svo verði sunnudaginn þar á eftir.

Með kærum kveðjum,
starfsfólk Hafnarfjarðarkirkju.

Lesa meira »
Fréttir

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11

Verið hjartanlega velkomin í fjölskylduguðþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju 14. nóvember kl. 11 😁🤗

Starfsfólk kirkjunnar er spennt að taka á móti fólki á öllum aldri og eiga saman fjöruga og góða stund.

Okkar frábæri Unglingakór mun syngja undir stjórn Helgu Loftsdóttur.

Rósa Hrönn Árnadóttir úr sunnudagaskólanum segir sögu og Rebbi og félagar mæta að vanda.

Sr. Jónína Ólafsdóttir og sr. Sighvatur Karlsson leiða stundina og Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel.

Lesa meira »

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.

Hafnarfjarðarkirkja

Í hjarta Hafnarfjarðar

Scroll to Top