Helgihald á jólahátíð
Verið hjartanlega velkomin í helgihald Hafnarfjarðarkirkju á jólahátíð 2024.
Gleðilega hátíð!
Verið hjartanlega velkomin í helgihald Hafnarfjarðarkirkju á jólahátíð 2024.
Gleðilega hátíð!
Aðventumessa með altarisgöngu verður á annan í aðventu þann 8. desember kl. 11:00 í Hafnarfjarðarkirkju. Skátar koma og færa okkur friðarlogann frá Betlehem. Jólaföndur í sunnudagaskólanum í safnaðarheimilinu á sama tíma. Verið hjartanlega velkomin <3
Aðventa – tónleikar Barbörukórsins 29. nóvember kl. 20:00 í Hafnarfjarðarkirkju.
Verið hjartanlega velkomin í Hafnarfjarðarkirkju á aðventu!
Kynnið ykkur dagskrána og helgihaldið hér.
Fullveldisdaginn 1. desember, fyrsta sunnudag í aðventu, fer fram Þjóðbúningamessa í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11.00. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu á sama tíma.
Verið velkomin!
Sunnudaginn 24. nóvember verður skírnarmessa kl. 11:00 og sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma.
Verið velkomin!
Við bjóðum 50, 60, 70 og 80 ára fermingarafmælisbörnum velkomin í Hafnarfjarðarkirkju þann 17. nóvember kl. 11:00. Skráning í matinn í síma 520 5700 eða með því að senda póst á otto@hafnarfjardarkirkja.is.
Verið hjartanlega velkomin í fjölskyldumessu þann 10. nóvember kl. 11:00 í Hafnarfjarðarkirkju. Tónlistarhópurinn Krakkabarokk kemur í heimsókn og unglingakórinn syngur. Góð stund fyrir alla fjölskylduna.
Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.