Í hjarta Hafnarfjarðar

HAFNARFJARÐARKIRKJA

Velkomin í Hafnarfjarðarkirkju

Hafnarfjarðarkirkja er kjarni og miðja bæjarmyndar Hafnarfjarðar og sjófarendum glögg viðmiðun er þeir sigla inn fjörðinn og því má segja að Hafnarfjarðarkirkja sé á margvíslegan hátt leiðarljós bæjarbúa í lífi og starfi.

Hafnarfjarðarkirkja var fyrsta kirkja þjóðkirkjusafnaðar í Hafnarfirði og ber því nafn bæjarins. Hafnarfjarðarkirkja leggur sig fram við að þjóna öllum þeim sem til hennar leita.

Fréttir

Fréttir

Tónleikar 17. júní

Barbörukórinn heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju á þjóðhátíðardaginn þann 17. júní klukkan 16:30.
Á dagskránni eru íslensk ættjarðarlög í tilefni dagsins.
Aðgangur ókeypis.

Lesa meira »
Fréttir

Sumarmessur í júní

Sumarmessur verða alla sunnudaga í sumar kl. 11:00 í Garðakirkju á vegum kirknanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Verið hjartanlega velkomin!

Lesa meira »

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.

Hafnarfjarðarkirkja

Í hjarta Hafnarfjarðar

Scroll to Top