Í hjarta Hafnarfjarðar
HAFNARFJARÐARKIRKJA
Fréttir

Fermingarstarf hefst 5. janúar.
Bréf hefur verið sent til foreldra / forráðamanna fermingarbarna með upplýsingum um hvenær fermingarbörnin eiga að mæta. Kirkjuvörður veitir einnig nánari upplýsingar.

Gleðilegt ár. Starf með börnum og unglingum hefst 5. janúar.
Nýjar sóttvarnarreglur um skólastasrf og annað starf með börnum og unglingum tóku gildi 1. janúar 2021. Þær gera okkur kleift að kalla saman stærri hópa en fyrir áramót. Kórastarf, fermingarstarf og TTT hefst 5. janúar. Nýjar almennar sóttvarnarreglur taka gildi 12. janúar og þá kemur í ljós hvort að hgæt verði að hefja helgihald að nýju. Við fylgjum í hvívetna öllum reglum um sóttvarnir til að standa vörð um þann góða árangur sem náðst hefurí baráttunni við Covid faraldurinn.

Aftansöngur gamlársdag í Hafnarfjarðarkirkju
Horfðu á aftansönginn með því að smella á slóðina á feisbókarsíðunni hér til hægri.
Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Forsöngvari í Hátíðasöng sr. Bjarna Þorsteinssonar er Þórunn Vala Valdimarsdóttir. Félagar í Barbörukórnum syngja. Þórunn Vala Valdimarsdóttir, Rakel Edda Guðmundsdóttir, Elín Dröfn Stefánsdóttir, Marteinn Snævarr Sigurðsson, Hugi Jónsson, Kristján Karl Bragason.

Aftansöngur aðfangadag jóla í Hafnarfjarðarkirkju
Horfðu á aftansönginn með því að smella á slóðina á feisbókarsíðunni hér til hægri.
Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Forsöngvari í Hátíðasöng sr. Bjarna Þorsteinssonar er Þórunn Vala Valdimarsdóttir. Félagar í Barbörukórnum syngja. Þórunn Vala Valdimarsdóttir, Rakel Edda Guðmundsdóttir, Elín Dröfn Stefánsdóttir, Marteinn Snævarr Sigurðsson, Hugi Jónsson, Kristján Karl Bragason.

Aftansöng aðfangadag jóla og aftansöng gamlársdag verður streymt hér á feisbókarsíðunni
Aftansöng jóla verður streymt á aðfangadag frá kl 14 og aftansöng gamlársdags verður streymt frá kl 14 á gamlársdag.

Jólakveðja frá Hafnarfjarðakirkju
Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju og félagar í Barbörukórnum syngja. Stjórnendur Helga Loftsdóttir og Guðmundur Sigurðsson, organisti. Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Jón Helgi Þórarinsson og Sighvatur Karlsson lesa. https://www.youtube.com/watch?v=HB5f91gES_o&t=7s
Viðburðadagatal
Yfirlit yfir helstu viðburði ársins s.s. messur, helgihald og viðburðir sem haldnir eru fyrir bæjarbúa.