Í hjarta Hafnarfjarðar

HAFNARFJARÐARKIRKJA

Velkomin í Hafnarfjarðarkirkju

Hafnarfjarðarkirkja er kjarni og miðja bæjarmyndar Hafnarfjarðar og sjófarendum glögg viðmiðun er þeir sigla inn fjörðinn og því má segja að Hafnarfjarðarkirkja sé á margvíslegan hátt leiðarljós bæjarbúa í lífi og starfi.

Hafnarfjarðarkirkja var fyrsta kirkja þjóðkirkjusafnaðar í Hafnarfirði og ber því nafn bæjarins. Hafnarfjarðarkirkja leggur sig fram við að þjóna öllum þeim sem til hennar leita.

Fréttir

Fréttir

Skráning í fermingar 2023

Í fermingarfræðslu Hafnarfjarðarkirkju eru reyndir og góðir leiðbeinendur 🤗
Við leggjum áherslu á að það sé gaman, að krakkarnir fái að njóta sín og að fræðslan sé fjölbreytt og áhugaverð.

Lesa meira »
Fréttir

Guðsþjónusta 29. maí

Sunnudagur 29. maí kl.11.
Sr. Sighvatur Karlsson þjónar.
Organisti er Guðmundur Sigurðsson og forsöngvari er Þórunn Vala Valdimarsdóttir.
Verið hjartanlega velkomin!

Lesa meira »
Fréttir

Málþing í Ástjarnarkirkju kl.13-15.30

Málþing um starf og þjónustu kirkjunnar með flóttafólki
Málþingið er opið öllu starfsfólki, sóknarnefndarfólki, sjálfboðaliðum kirkjunnar og öðrum sem láta sig málefnið varða í Kjalarnessprófastsdæmi.

Lesa meira »
Fréttir

Uppstigningardagur

Uppstingningardagur.
Sameiginleg messa Víðistaðakirkju og Hafnarfjarðarkirkju 26. maí kl. 14 í Hafnarfjarðarkirkju.

Verið velkomin.

Lesa meira »
Fréttir

Sá ég spóa

Vortónleikar Barna-og unglingakórs Hafnarfjarðarkirkju
Sunnudaginn 15. maí kl. 17:00 í Hafnarfjarðarkirkju
Sérstakur gestur Salka Sól
Stjórnendur: Helga Loftsdóttir og Brynhildur Auðbjargardóttir
Meðleikari Agnar Már Magnússon
Allir velkomnir enginn aðgangseyrir

Lesa meira »

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.

Hafnarfjarðarkirkja

Í hjarta Hafnarfjarðar

Scroll to Top