Í hjarta Hafnarfjarðar

HAFNARFJARÐARKIRKJA

Velkomin í Hafnarfjarðarkirkju

Hafnarfjarðarkirkja er kjarni og miðja bæjarmyndar Hafnarfjarðar og sjófarendum glögg viðmiðun er þeir sigla inn fjörðinn og því má segja að Hafnarfjarðarkirkja sé á margvíslegan hátt leiðarljós bæjarbúa í lífi og starfi.

Hafnarfjarðarkirkja var fyrsta kirkja þjóðkirkjusafnaðar í Hafnarfirði og ber því nafn bæjarins. Hafnarfjarðarkirkja leggur sig fram við að þjóna öllum þeim sem til hennar leita.

Fréttir

Fréttir

Hádegistónleikar 28. mars

Sveinn Arnar Sæmundsson organisti mun leika hrífandi tónlist á bæði orgel Hafnarfjarðarkirkju á sunnudaginn kemur kl. 12.00. Aðgangur er ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin.

Lesa meira »
Fréttir

Helgistund kl. 20

Sunnudagskvöldið 26. mars kl. 20 verður ljúf helgistund í Hafnarfjarðarkirkju. Ungmennakórinn Bergmál syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar. Kári Þormar leikur á píanó og orgel. Aðeins sunnudagaskóli er kl. 11 í Hafnarfjarðarkirkju þennan dag. Verið hjartanlega velkomin.

Lesa meira »
Fréttir

Guðþjónusta kl. 11

Guðsþjónusta kl. 11 þann 19. mars. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar. Organisti er Kári Þormar. Félagar úr Barbörukórnum syngja undir stjórn organista. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin.

Lesa meira »
Fréttir

Messa með altarisgöngu

Messa með altarisgöngu kl. 11. Sr. Sighvatur Karlsson þjónar. Kári Þormar sér um tónlistina ásamt félögum úr Barbörukórnum. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin.

Lesa meira »
Fréttir

Æskulýðsmessa kl. 11

Sunnudaginn 5. mars kl. 11 verður æskulýðsmessa í Hafnarfjarðarkirkju. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur í messunni sem er miðuð fyrir alla fjölskylduna og ekki síst yngstu kynslóðina.

Lesa meira »
Fréttir

Hádegistónleikar á þriðjudag

Verið hjartanlega velkomin á tónleika á þriðjudaginn 28. febrúar kl. 12:00-12:30 en þar syngur ung og glæsileg sópransöngkona, Sólveig Sigurðardóttir með Kára Þormari organista. Aðgangur ókeypis. Verið hjartanlega velkomin.

Lesa meira »
Fréttir

Messa með altarisgöngu

Sunnudaginn 26. febrúar kl. 11 verður messa með altarisgöngu í Hafnarfjarðarkirkju. Sr. Sighvatur Karlsson þjónar. Kári Þormar sér um tónlistina ásamt Barbörukórnum. Sunnudagskóli á sama tíma. Verið velkomin.

Lesa meira »
Fréttir

Öskudagur og vetrarfrí

Á miðvikudaginn verður ekki Listafjör því þá er öskudagur og á fimmtudag verður ekki foreldramorgun því þá er vetrarfrí. Annað starf Hafnarfjarðarkirkju helst óbreytt.
Góðar stundir!

Lesa meira »

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.

Hafnarfjarðarkirkja

Í hjarta Hafnarfjarðar

Scroll to Top