
Skráning í fermingar 2023
Í fermingarfræðslu Hafnarfjarðarkirkju eru reyndir og góðir leiðbeinendur 🤗
Við leggjum áherslu á að það sé gaman, að krakkarnir fái að njóta sín og að fræðslan sé fjölbreytt og áhugaverð.
Hafnarfjarðarkirkja er kjarni og miðja bæjarmyndar Hafnarfjarðar og sjófarendum glögg viðmiðun er þeir sigla inn fjörðinn og því má segja að Hafnarfjarðarkirkja sé á margvíslegan hátt leiðarljós bæjarbúa í lífi og starfi.
Hafnarfjarðarkirkja var fyrsta kirkja þjóðkirkjusafnaðar í Hafnarfirði og ber því nafn bæjarins. Hafnarfjarðarkirkja leggur sig fram við að þjóna öllum þeim sem til hennar leita.
Í fermingarfræðslu Hafnarfjarðarkirkju eru reyndir og góðir leiðbeinendur 🤗
Við leggjum áherslu á að það sé gaman, að krakkarnir fái að njóta sín og að fræðslan sé fjölbreytt og áhugaverð.
Sunnudagur 29. maí kl.11.
Sr. Sighvatur Karlsson þjónar.
Organisti er Guðmundur Sigurðsson og forsöngvari er Þórunn Vala Valdimarsdóttir.
Verið hjartanlega velkomin!
Málþing um starf og þjónustu kirkjunnar með flóttafólki
Málþingið er opið öllu starfsfólki, sóknarnefndarfólki, sjálfboðaliðum kirkjunnar og öðrum sem láta sig málefnið varða í Kjalarnessprófastsdæmi.
Uppstingningardagur.
Sameiginleg messa Víðistaðakirkju og Hafnarfjarðarkirkju 26. maí kl. 14 í Hafnarfjarðarkirkju.
Verið velkomin.
Vortónleikar Barna-og unglingakórs Hafnarfjarðarkirkju
Sunnudaginn 15. maí kl. 17:00 í Hafnarfjarðarkirkju
Sérstakur gestur Salka Sól
Stjórnendur: Helga Loftsdóttir og Brynhildur Auðbjargardóttir
Meðleikari Agnar Már Magnússon
Allir velkomnir enginn aðgangseyrir
Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.