Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00 þann 13. október
Verið hjartanlega velkomin í messu eða sunnudagaskóla þann 13. október kl. 11:00.
Verið hjartanlega velkomin í messu eða sunnudagaskóla þann 13. október kl. 11:00.
Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju stóð sig vel á Landsmóti íslenskra barnakóra.
Eftir messu kl. 11:00 þann 6. október selja Kvenfélagskonur grænmeti. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimili.
Hér má finna upplýsingar um breyttan æfingatíma Barnakórs Hafnarfjarðarkirkju. Nú er líka hægt að nota frístundabílinn til að koma á æfingar!
Prédikun sr. Jónínu Ólafsdóttur úr útvarpsmessu þann 29. september 2024.
Þann 29. september kl. 11:00 er hefðbundin messa í Hafnarfjarðarkirkju og sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu. Á sama tíma verður útvarpað messu frá Hafnarfjarðarkirkju á rás 1 sem tekin er upp fyrr í vikunni.
Þriðjudaginn 24. september kl. 12:00 spilar Kári Þormar hrífandi tónlist á bæði orgel kirkjunnar. Aðgangur ókeypis. Verið hjartanlega velkomin!
Á sunnudaginn 22. september kl. 20:00 verður kvöldmessa með altarisgöngu í Hafnarfjarðarkirkju. Kammerkór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Kára Þormar organista. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu kl. 11:00.
Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.