Í hjarta Hafnarfjarðar

HAFNARFJARÐARKIRKJA

Velkomin í Hafnarfjarðarkirkju

Hafnarfjarðarkirkja er kjarni og miðja bæjarmyndar Hafnarfjarðar og sjófarendum glögg viðmiðun er þeir sigla inn fjörðinn og því má segja að Hafnarfjarðarkirkja sé á margvíslegan hátt leiðarljós bæjarbúa í lífi og starfi.

Hafnarfjarðarkirkja var fyrsta kirkja þjóðkirkjusafnaðar í Hafnarfirði og ber því nafn bæjarins. Hafnarfjarðarkirkja leggur sig fram við að þjóna öllum þeim sem til hennar leita.

Fréttir

Fréttir

Messa með altarisgöngu og sunnudagaskóli

Messa með altarisgöngu kl. 11:00 þann 21. apríl. Sr. Sighvatur Karlsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Kári Þormar. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma.

Lesa meira »
Fréttir

Fjölskyldumessa 17. mars kl. 11:00

Verið hjartanlega velkomin í líflega og fjölbreytta fjölskyldumessu þann 17. mars kl. 11:00. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur með og fyrir okkur og við heyrum sögu um lítið barn í tágarkörfu. Góð stund fyrir alla fjölskylduna. Sjáumst 🌻

Lesa meira »

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.

Hafnarfjarðarkirkja

Í hjarta Hafnarfjarðar

Scroll to Top