Í hjarta Hafnarfjarðar
HAFNARFJARÐARKIRKJA
Fréttir

Sunnudagaskóli 18. apríl
Verið hjartanlega velkomin í sunnudagaskóla Hafnarfjarðarkirkju kl. 11, 18. apríl. Gætt er að sóttvarnarreglum og fjöldi gesta því takmarkaður.
Fermingar fara fram í kirkjunni og því eru gestir sunnudagaskólans beðnir um að ganga inn um safnaðarheimilið 🕊

Kvennfélag Hafnarfjarðarkirkju
Vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við fjölgun Covid-19 smita í þjóðfélaginu, hefur framhalds-aðalfundi Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju verið frestað til þriðjudagsins 20. apríl og verður haldinn kl. 19 í Odda í safnaðarheimili kirkjunnar.
Dagskrá:
Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum félagsins.
Kosning formanns og kosning stjórnar.
Önnur mál.
Áhugasamar konur eru hjartanlega velkomnar á fundinn.

Helgistund á páskadegi í Hafnarfjarðarkirkju
https://youtu.be/gbRBja0qgWg
Sr. Jónína Ólafsdóttir, sr. Jón Helgi Þórarinsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson og Þórunn Vala Valdimarsdóttir annast stundina.

Páskahelgihald í Hafnarfjarðarkirkju
Páskahelgihald í Hafnarfjarðarkirkju
Vegna sóttvarnarreglna verður helgihald yfir páska með breyttu sniði í Hafnarfjarðarkirkju.
Föstudagurinn langi
Kyrrðarstund kl. 11 í Hafnarfjarðarkirkju.
Lesið úr píslarsögunni og passíusálmum. Bænagjörð og sálmar sungnir. Hámarskfjöldi 25 manns. Gímuskylda.
Páskadagur
Páskakveðja frá Hafnarfjarðarkirkju send út kl. 08.00 á facebooksíðu og heimasíðu kirkjar.
Almenn páskamessa fellur niður vegna samkomutakmarkana.
Guðsþjónustur sem vera áttu á pálmasunnudag og skírdag falla niður.
Söngur passíusálma sem vera átti á skírdag og föstudaginn langa falla einnig niður.

Hádegistónleikum frestað
Hádegistónleikum sem áttu að vera í dymbilviku falla niður vegna hertra samkomureglna.

Hádegistónleikar í dymbilviku
Hádegistónleikar verða í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 30. mars kl.12:15-12:45. Guðný Einarsdóttir, organisti Háteigskirkju, leikur íhugunarverk í dymbilviku á bæði orgel kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin. Aðgangur ókeypis.
ATH. FARIÐ ER EFTIR ÖLLUM SÓTTVARNAREGLUM OG MEÐAL ÞEIRRA ER GRÍMUSKYLDA Á TÓNLEIKUNUM
—-
EFNISSKRÁ
Nadia Boulanger (1887 – 1979)
Úr Trois improvisations
I Prélude
II Petit canon
Bára Grímsdóttir (1960 – )
Úr verkinu Englar á sveimi
I Undir verndarvæng
Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður að englar þeirra á himnum njóta jafnan návistar míns himneska föður. (Matt. 18.10)
II Ég krýp
Hann féll á kné, baðst fyrir og sagði: ”Faðir, ef þú vilt, þá tak þennan kaleik frá mér! En verði þó ekki minn heldur þinn vilji.” Þá birtist honum engill af himni sem styrkti hann. (Lúk. 22.41-43)
Guðný Einarsdóttir (1978 – )
Tvær hugleiðingar um íslensk passíusálmalög
I Bænin má aldrei bresta þig
Byggt á raddsetningu eftir Þorkel Sigurbjörnsson (1938 – 2013)
II Víst ertu Jesús kóngur klár
Arvo Pärt (1935 – )
Pari intervallo
Ef við lifum, lifum við Drottni, ef við deyjum, deyjum við Drottni. (Róm. 14.8)
Viðburðadagatal
Yfirlit yfir helstu viðburði ársins s.s. messur, helgihald og viðburðir sem haldnir eru fyrir bæjarbúa.