Kvöldmessa kl. 20:00
Á sunnudaginn 22. september kl. 20:00 verður kvöldmessa með altarisgöngu í Hafnarfjarðarkirkju. Kammerkór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Kára Þormar organista. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu kl. 11:00.
Á sunnudaginn 22. september kl. 20:00 verður kvöldmessa með altarisgöngu í Hafnarfjarðarkirkju. Kammerkór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Kára Þormar organista. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu kl. 11:00.
Sunnudagur 15. september. Haustmessa kl. 11:00 í Hafnarfjarðarkirkju og í Krýsuvíkurkirkju kl. 14:00. Verið velkomin.
Hafnarfjarðarkirkja er með þrjá kóra fyrir ungmenni á aldrinum 6-30 ára. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju, Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju og Ungmennakórinn Bergmál. Hér má finna nánari upplýsingar.
Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir hefur verið ráðin prestur í Hafnarfjarðarkirkju. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna og hlökkum til samstarfsins.
Enn er hægt að skrá sig í fermingarfræðslu vetrarins hjá Hafnarfjarðarkirkju.
Hér má finna nánari upplýsingar.
Verið hjartanlega velkomin í messu sem verður í umsjá yndislegra fermingarbarna 🥰 ásamt presti og starfsfólki Hafnarfjarðarkirkju.
Eldriborgarasamverur hefjast að nýju þann 3. september kl. 12:00. Verið hjartanlega velkomin!
Sunnudagaskóli Hafnarfjarðarkirkju hefst 8. september kl. 11:00. Laugardaginn 31. ágúst verður fjölskylduhátíð Kirkjudaga kl. 11:00-16:00 í Lindakirkju og við hvetum fólk að taka þátt í henni.
Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.