Í hjarta Hafnarfjarðar

HAFNARFJARÐARKIRKJA

Fréttir

Fréttir

Sumarkirkjan. Messa, kaffisopi og ýmsir viðburðir kl 11 í Garðakirkju alla sunnudaga í sumar

Sumarsunnudagaskóli í vinnustofunni Króki fyrir alla fjölskylduna. Eftir messu er boðið upp á kaffisopa, söng, fræðslu, skoða safnið að Króki og margt fleira. Verið velkomin! Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirkna í Garðabæ og Hafnarfirði og tekur Hafnarfjarðarkirkja þátt í sumarkirkjunni.
Sjá nánar á meðfylgjandi feisbókarsíðu:

https://www.facebook.com/sumarmessur/videos/301222565030641

Lesa meira »
Fréttir

Hjólað til messu 20. júní. Lagt af stað kl 10 frá Hafnarfjarðarkirkju

Sunnudaginn 20. júní verður hjólað frá kirkjum í Hafnarfiðri og Garðabæ að Garðakirkju þar sem messa hefst kl 11. Lagt af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl 10. Verið öll velkomin.
Sumarmessur alla sunnudaga í sumar kl. 11:00 í Garðarkirkju. Sumarsunnudagaskóli í vinnustofunni Króki fyrir alla fjölskylduna.

https://www.facebook.com/sumarmessur/videos/301222565030641

Lesa meira »
Fréttir

Sumarkirkja

Sumarmessur alla sunnudaga í sumar kl. 11:00 í Garðarkirkju. Sumarsunnudagaskóli í vinnustofunni Króki fyrir alla fjölskylduna.

https://www.facebook.com/sumarmessur/videos/301222565030641

Lesa meira »
Fréttir

Útvarpsmessa frá Hafnarfjarðarkirkju

Útvarpað var fá Hafnarfjarðarkirkju 30. maí kl.11

Jónína Ólafsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Barbörukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista. Lesarar eru Ásdís Egilsdóttir og Egill Friðleifsson. Meðhjálpari Einar Örn Björgvinsson.

Hér má heyra Duke Ellington leikinn á orgel, sálminn Heyr himnasmiður sunginn a capella, um helgigöngu í Geldingadali og margt fleira sem er upplífgandi fyrir andann í rigningunni.

Njótið!

https://www.ruv.is/utvarp/spila/gudsthjonusta/24228/7hi3fp

Lesa meira »
Fréttir

Innsetningarmessa

Prófastur Kjalarnesprófastdæmis, sr. Hans Guðberg Alfreðsson setur sr. Jónínu Ólafsdóttur í embætti sóknarprests við Hafnarfjarðarkirkju á sunnudaginn kl. 11. Sr. Jón Helgi Þórarinsson þjónar fyrir altari. Barbörukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista.

Allir velkomnir!

Aðalsafnaðarfundur verður að lokinni messu í safnaðarheimili.

Lesa meira »

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.

Hafnarfjarðarkirkja

Í hjarta Hafnarfjarðar

Scroll to Top