Í hjarta Hafnarfjarðar

HAFNARFJARÐARKIRKJA

Fréttir

Fréttir

Bleik messa 17. okt. kl. 11

Bleik messa 17. október kl. 11.

Ræðukona bleikrar messu verður Hildur Hilmarsdóttir stofnandi Krafts en hún mun segja frá eigin reynslu af baráttu við krabbamein sem ung kona.

Sr. Jónína Ólafsdóttir sóknarprestur þjónar, Kristín Jóhannesdóttir leikur á orgel, félagar úr Barbörukórnum syngja, Árný Steinþórsdóttir og Emilía Borgþórsdóttir lesa ritningarvers en þær sitja báðar í sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju.

Bleik blóm munu skrýða altarið og bleikar makkarónur verða með kaffinu á eftir messu.

Öll hjartanlega velkomin!

Lesa meira »
Fréttir

Fjölskylduguðsþjónusta 10. okt. kl. 11

Velkomin í fjölskylduguðsþjónustu.

Barnakórinn syngur undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur.

Organisti Guðmundur Sigurðsson.

Helga Magnúsdóttir sunnudagaskólaleiðtogi segir sögu o.fl.

Sr. Stefán Már Gunnlaugsson leiðir stundina.

Lesa meira »
Fréttir

Nýjungar í starfi Hafnarfjarðarkirkju

Í vikunni hefjast nýjIr dagskrárliðir í starfi Hafnarfjarðarkirkju.

KYRRÐ OG FYRIRBÆN Í HÁDEGINU HEFST 5. OKTÓBER OG KVÖLDKIRKJA HAFNARFJARÐARKIRKJU HEFST 6. OKTÓBER

Hádegisstundir verða á þriðjudögum kl. 12 í Hafnarfjarðarkirkju í vetur. Byrjað er inni í kirkju þar sem hægt er að skrá fyrirbænir í bók og kveikja á bænaljósi. Eftir það er léttur hádegismatur í safnaðarheimili fyrir þá sem vilja. Stundirnar hefjast 5. október og eru öllum opnar.

Kvöldkirkja Hafnarfjarðarkirkju hefst miðvikudaginn 6. október og verður vikulega á dagskrá í vetur. Kirkjan verður opin gestum frá kl. 17.30-18.30.

Lesa meira »
Fréttir

Messa 3. okt. kl. 11

Messa næstkomandi sunnudags er með hefðbundnu sniði.

Sr. Sighvatur Karlson þjónar.
Félagar úr Barbörukórnum syngja
og Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel.

Messukaffi á eftir.

Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu.

Verið hjartanlega velkomin.

Lesa meira »
Fréttir

Kyrrð og fyrirbæn

KYRRÐ OG FYRIRBÆN Í HÁDEGINU HEFST 5. OKTÓBER

Hádegisstundir verða á þriðjudögum kl. 12 í Hafnarfjarðarkirkju í vetur. Byrjað er inni í kirkju þar sem hægt er að skrá fyrirbænir í bók og kveikja á bænaljósi. Eftir það er léttur hádegismatur í safnaðarheimili fyrir þá sem vilja. Stundirnar hefjast 5. október og eru öllum opnar.

Síðasta þriðjudag í mánuði býður kirkjan gestum á orgeltónleika kl. 12 og í léttan hádegisverð á eftir.

Verið hjartanlega velkomin.

Lesa meira »
Fréttir

Kvöldkirkja á miðvikudögum

KVÖLDKIRKJA HAFNARFJARÐARKIRKJU HEFST 6. OKTÓBER

Kvöldkirkja Hafnarfjarðarkirkju hefst miðvikudaginn 6. október og verður vikulega á dagskrá í vetur. Kirkjan verður opin gestum frá kl. 17.30-18.30.
Komið þegar ykkur hentar, njótið kyrrðar, dveljið í íhugun, bæn eða kveikið á kerti. Prestur leiðir bænastund kl. 18.00.

Verið hjartanlega velkomin.

Lesa meira »

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.

Hafnarfjarðarkirkja

Í hjarta Hafnarfjarðar

Scroll to Top