
Bergmál syngur í kvöldmessu
Sunnudaginn 29. janúar kl. 20.00 er kvöldmessa í Hafnarfjarðarkirkju þar sem Bergmál, ungmennakór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11.00 að morgni. Verið hjartanlega velkomin!
Hafnarfjarðarkirkja er kjarni og miðja bæjarmyndar Hafnarfjarðar og sjófarendum glögg viðmiðun er þeir sigla inn fjörðinn og því má segja að Hafnarfjarðarkirkja sé á margvíslegan hátt leiðarljós bæjarbúa í lífi og starfi.
Hafnarfjarðarkirkja var fyrsta kirkja þjóðkirkjusafnaðar í Hafnarfirði og ber því nafn bæjarins. Hafnarfjarðarkirkja leggur sig fram við að þjóna öllum þeim sem til hennar leita.
Sunnudaginn 29. janúar kl. 20.00 er kvöldmessa í Hafnarfjarðarkirkju þar sem Bergmál, ungmennakór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11.00 að morgni. Verið hjartanlega velkomin!
Nú eru komnar dagsetningar fyrir fermingarathafnir Hafnarfjarðarkirkju vorið 2024. Skráning er opnin. Til að skrá ýtið þið á rauða hnappinn á forsíðu heimasíðunnar.
Á Kyrrðarbænastundum í Víðistaðakirkju á miðvikudögum kl. 17.30 er iðkuð Kyrrðarbæn og svo eru freskur Baltasars Sampers íhugaðar. Kyrrlátar og yndislegar stundir sem eru öllum opnar.
Umsjón: Bergþóra Baldursdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Kyrrðarbænastundirnar eru samvinnuverkefni á milli Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju.
Verið öll hjartanlega velkomin.
Á eldriborgarasamveru þriðjudaginn 24. janúar kl. 12-14 verður Margrét Dóróthea hússtjórnarkennari sérstakur gestur.
Verið hjartanlega velkomin!
Næstkomandi sunnudag er hefðbundinn messa með altarisgöngu í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar. Organisti er Kári Þormar og félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli er í safnaðarheimilinu á sama tíma. Kaffi og með því á eftir.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Brallað í Hafnarfjarðarkirkju 15. janúar kl. 11. Í Kirkjubralli taka börn og fullorðnir sameiginlega þátt í sköpun, leikjum, borðhaldi og helgihaldi. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Matur á eftir. Verið hjartanlega velkomin.
Eldriborgarasamverur eru á hverjum þriðjudegi frá kl. 12:00-14:00. Stundin hefst með helgistund þá er léttur hádegisverður, fjöldasöngur og gestur sem flytur erindi. Sjáið hverjir koma í janúar með því að opna færsluna.
Fyrsta eldriborgarasamveran á nýju ári er þriðjudaginn 10. janúar kl. 12-14. Sérstakur gestur er Óttar Guðmundsson geðlæknir.
Verið hjartanlega velkomin!
Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.