Skálholtsbiskup vísiterar

Skálholtsbiskup vísiterar

Skálholtsbiskup, sr. Kristján Björnsson, heimsækir eða vísiterar, eins og það er kallað, Hafnarfjarðarkirkju í þessari viku og tekur í tilefni af því þátt í messu sunnudagsins 21. janúar kl. 11:00.

Prestar Hafnarfjarðarkirkju þjóna fyrir altari ásamt vígslubiskupi sem mun jafnframt prédika.

Ungmennakórinn Bergmál syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur og einnig mun Barbörukórinn syngja undir stjórn Kára Þormar organista.
Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma í safnaðarheimilinu og boðið verður upp á kaffi og kleinur á eftir.

Verið öll hjartanlega velkomin!
Scroll to Top