fréttasafn

Fréttir

Kórahátíð Kjalarnesprófastdæmi

Laugardaginn 11. febrúar, kl. 16:00 verður kórahátíð Kjalarnessprófastsdæmis í Vídalínskirkju í Garðabæ. Yfir 150 kórfélagar frá öllum kórum safnaða prófastsdæmisins taka þátt og boðið verður upp á fjölbreytta efnisskrá. Aðgangur ókeypis og verum öll hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Fréttir

Messa með altarisgöngu

Þann 5. febrúar kl. 11 er messa með altarisgöngu í Hafnarfjarðarkirkju. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar. Organisti er Kári Þormar og félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli á sama tíma.

Lesa frétt »
Fréttir

Bergmál syngur í kvöldmessu

Sunnudaginn 29. janúar kl. 20.00 er kvöldmessa í Hafnarfjarðarkirkju þar sem Bergmál, ungmennakór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11.00 að morgni. Verið hjartanlega velkomin!

Lesa frétt »
Frétt

Fermingar 2024

Nú eru komnar dagsetningar fyrir fermingarathafnir Hafnarfjarðarkirkju vorið 2024. Skráning er opnin. Til að skrá ýtið þið á rauða hnappinn á forsíðu heimasíðunnar.

Lesa frétt »
Frétt

Kyrrðarbænastundir

Á Kyrrðarbænastundum í Víðistaðakirkju á miðvikudögum kl. 17.30 er iðkuð Kyrrðarbæn og svo eru freskur Baltasars Sampers íhugaðar. Kyrrlátar og yndislegar stundir sem eru öllum opnar.
Umsjón: Bergþóra Baldursdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Kyrrðarbænastundirnar eru samvinnuverkefni á milli Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju.
Verið öll hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Frétt

Messa með altarisgöngu

Næstkomandi sunnudag er hefðbundinn messa með altarisgöngu í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar. Organisti er Kári Þormar og félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli er í safnaðarheimilinu á sama tíma. Kaffi og með því á eftir.
Verið öll hjartanlega velkomin!

Lesa frétt »
Frétt

Kirkjubrall 15. janúar

Brallað í Hafnarfjarðarkirkju 15. janúar kl. 11. Í Kirkjubralli taka börn og fullorðnir sameiginlega þátt í sköpun, leikjum, borðhaldi og helgihaldi. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Matur á eftir. Verið hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Frétt

Eldriborgarasamverur í janúar

Eldriborgarasamverur eru á hverjum þriðjudegi frá kl. 12:00-14:00. Stundin hefst með helgistund þá er léttur hádegisverður, fjöldasöngur og gestur sem flytur erindi. Sjáið hverjir koma í janúar með því að opna færsluna.

Lesa frétt »
Frétt

Jólin kvödd

Helgistund kl. 11 þann 8. janúar í umsjá sr. Sighvats Karlssonar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu.
Verið hjartanlega velkomin!

Lesa frétt »
Frétt

Jólavaka

Á fjórða í aðventu, 18. desember, er Jólavaka kl. 20 um kvöldið.

Kertaljós og hátíðleiki. Fjölbreytt tónlist og hugvekja.

Lesa frétt »
Frétt

Jólastund fjölskyldunnar

Sunnudaginn 11. desember kl. 11. Barna- og unglingakórinn flytur helgileik og á eftir er jólaball í safnaðarheimilinu og jólasveinn kemur í heimsókn. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar ásamt Rósu Hrönn Árnadóttur. Kórstjórar eru Brynhildur Auðbjargardóttir og Helga Loftsdóttir. Organisti er Kári Þormar og píanóleikari er Helga Sigríður Kolbeinsdóttir.
Verið velkomin!

Lesa frétt »
Frétt

Þjóðbúningamessa

Þjóðbúningamessa kl. 11 þann 27. nóvember.
Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar.
Kári Þormar og Barbörukórinn sjá um tónlistina. Þjóðbúningafélagið Annríki tekur þátt í messunni og eru gestir hvattir til að mæta í þjóðbúningum ef þeir eiga þess kost. Þjóðlegt bakkelsi á eftir. Sunnudagaskóli á sama tíma.

Lesa frétt »
Frétt

Aðventan í Hafnarfjarðarkirkju

Aðventan er sá tími árs sem gott er að njóta fallegrar tónlistar, hátíðleika og kyrrðar í kirkjunni.
Helgihaldið á aðventu í Hafnarfjarðarkirkju er fjölbreytt og öllum opið.

Lesa frétt »
Frétt

Kyrrðarmessa

Kyrrðarmessa kl. 11.
Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur.
Kári Þormar og Barbörukórinn flytja fallega Taizesálma.
Barn borið til skírnar.
Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimili.
Verið hjartanlega velkomin!

Lesa frétt »
Frétt

Fjölskylduguðsþjónusta

Sunnudaginn 13. nóvember kl. 11 er fjölskylduguðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju.
Unglingakór Hafnrfjarðarkirkju syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Sr. Aldís Rut Gísladóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiða stundina. Organisti er Kári Þormar.
Verið hjartanlega velkomin!

Lesa frétt »
Frétt

Sorgin og jólin

Ína Lóa Sigurðardóttir fjallar um sorgina og jólin þriðjudagskvöldið 8. nóvember kl 19.30 í Hafnarfjarðarkirkju. Fyrirlesturinn verður túlkaður á táknmál.
Verið hjartanlega velkomin!

Lesa frétt »
Frétt

Allra heilagra messa

Allra heilagra messa kl. 11 þann 6. nóvember. Sr. Sighvatur Karlsson þjónar. Kári Þormar og Barbörukórinn sjá um tónlistina. Sunnudagaskóli á sama tíma.

Lesa frétt »
Frétt

Kyrrðardagur í Hafnarfjarðarkirkju

Kyrrðardagur í Hafnarfjarðarkirkju 19. nóvember kl. 09:00 – 15:00

Kyrrðardagar veita einstakt tækifæri til að dvelja og endurnærast í mildi og kyrrð.

Umsjón með Kyrrðardögum í Hafnarfjarðarkirkju hafa
sr. Aldís Rut Gísladóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir.

Lesa frétt »
Frétt

Allra heilagra messa

Þriðjudagskvöldið, 1. nóvember kl. 20.
Tendrum ljós í minningu látinna ástvina.
Sr. Jónína og sr. Sighvatur þjóna. Kári Þormar og Barbörukórinn flytja ljúfa tóna.
Verið hjartanlega velkomin!

Lesa frétt »
Frétt

Kvöldmessa við kertaljós

Kvöldmessa við kertaljós
30. október kl. 20
Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar.
Kári Þormar og Barbörukórinn flytja ljúfa tóna.
Verið hjartanlega velkomin!
Sunnudagaskólinn er kl. 11.

Lesa frétt »
Frétt

Fermingarafmæli

Fermingarbörn sem fermdust í Hafnarfjarðarkirkju fyrir 50, 60 og 70 árum eru kölluð til samveru í kirkjunni þann 23. október kl. 11. Þau sem misst hafa af samverunni síðastliðin þrjú ár vegna covid eru einnig velkomin.

Lesa frétt »
Frétt

Messa með altarisgöngu

Sunnudaginn 16. október kl. 11 verður messa að vanda og sunnudagaskóli á sama tíma.
Sr. Sighvatur Karlsson messar. Guðmundur Sigurðsson er organisti og Barbörukórinn syngur. Rósa Hrönn Árnadóttir sér um sunnudagaskólann ásamt fleirum.

Lesa frétt »
Frétt

Áfallið við að greinast með krabbamein

Fyrsti fyrirlesturinn í röðinni um áföll og sorg verður þriðjudaginn 11. október kl. 19:30 í Hafnarfjarðarkirkju. Ásgeir R. Helgason Ph.D – Sérfræðingur hjá Krabbameinsfélagi Íslands fjallar um áfallið sem fylgir því að greinast með krabbamein. Verið öll hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Frétt

Fjölskylduguðsþjónusta

Fjölskylduguðsþjónusta. 9. október kl. 11.
Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Sr. Aldís Rut Gísladóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiða stundina. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Verið öll hjartanlega velkomin!

Lesa frétt »
Scroll to Top