Helgihald á aðventu 2023

Helgihald á aðventu 2023

Fyrsti í aðventu, þann 3. desember kl. 11:00. Skapast hefur falleg hefð að skátar beri inn friðarlogann frá Betlehem á fyrsta í aðventu. Kveikt verður einnig á fyrsta aðventukertinu og við eigum góða stund saman. Sr. Sighatur þjónar og Kári Þormar og félagar úr Barbörukórnum leiða tónlistina. Sunnudagaskóli verður á sama tíma í safnaðarheimilinu og börnin fá að skreyta piparkökur  Verið hjartanlega velkomin.

Jólastund barnanna í Hafnarfjarðarkirkju verður annan í aðventu þann 10. desember kl. 11:00. Barna- og unglingakórar Hafnarfjarðarkirkju syngja og flytja helgileik undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur og Helgu Loftsdóttur. Sr. Aldís Rut og sr. Jónína leiða stundina ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur. Á eftir verður jólaball í safnaðarheimilinu, gengið verður í kringum jólatréð og Skyrgámur kemur í heimsókn. Kári Þormar og Helga Sigríður Kolbeins leika á pínaó og orgel. Verið hjartanlega velkomin.

Annan í aðventu, þann 10. desember kl. 20:00, verður árleg Jólavaka í Hafnarfjarðarkirkju með tilheyrandi jólatónlist, jólaljósum og hátíðarræðu. Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju og Ungmennakórinn Bergmál syngja undir stjórn Helgu Loftsdóttur og Barbörukórinn undir stjórn Kára Þormar sem leikur einnig á píanó og orgel. Gunnar Gunnarsson leikur á flautu. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, flytur hátíðarræðu og prestar Hafnarfjarðarkirkju, sr. Aldís Rut, sr. Jónína og sr. Sighvatur þjóna. Verið hjartanlega velkomin.

Þriðja í aðventu, þann 17. desember kl. 11:00. Hjónin sr. Sigurður Kr. Sigurðsson og Kristín Jóhannesdóttir, organisti, sjá um guðsþjónustu þessa dags. Sólveig Sigurðardóttir, sópransöngkona, syngur einsöng. Ekki verður boðið upp á sunnudagaskóla þann 17. desember. Verið hjartanlega velkomin.

Scroll to Top