Frábærir tónlistarmenn í Hafnarfjarðarkirkju

Frábærir tónlistarmenn í Hafnarfjarðarkirkju

Úkraínski víóluleikarinn Semjon Kalinowsky, sem búsettur er í Lübeck, Þýskalandi, og Eyþór Franzson Wechner organisti Blönduóskirkju, leika sígild verk eftir tónskáld Hansaborganna. Þar má m.a. finna verk eftir Telemann, Buxtehude, Svendsen o.fl.
Aðgangur er ókeypis.
 
Hér má lesa sér til um Hansabæinn Hafnarfjörð: https://ferlir.is/hansabaerinn-hafnarjordur/
 
Semjon Kalinowsky hefur komið fram vítt og breytt um Evrópu, í Ísrael, Tyrklandi og Rússlandi og reynir með tónleikahaldi sínu sem einleikari og kammermúsíkant að stemma stigu við fordómum gegn hljóðfæri sínu, víólunni. Sem meðlimur í Trio Arpeggione og dúói með eiginkonu sinni, píanistanum Bella Kalinowska, vann hann ötullega að því að uppgötva nýja kammermúsík, rifja upp gleymd verk og færa vel þekkt verk í nýjan búning. Hann hefur útvíkkað efnisskrá víóluleikarans með útsetningum og útgáfum í samstarfi við virta tónlistarútgefendur, svo sem Robert Lienau (Frankfurt), Peters (Leipzig), Hofmeister (Leipzig) Schott (Mainz), Bärenreiter (Kassel).
Fyrir framlag sitt hlaut hann titilinn „Heiðurslistamaður Úkraínu“ frá forseta Úkraínu.
Semjon nam við tónlistarakademíuna í Lviv. Hann hlaut námsstyrk frá pólska menntamálaráðuneytinu og lauk framhaldsnámi við akademíuna í Danzig. Hann leikur á víólu smíðaða af Johann Babtist Schweitzer frá 1817.
Eyþór Franzson Wechner fæddist á Akranesi. 14 ára hóf hann orgelnám, í fyrstu undir leiðsögn Úlriks Ólasonar en síðar hjá Birni Steinari Sólbergssyni við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands. Eftir tvö ár í Listaháskólanum hélt hann til Þýskalands. Við Hochschule für Musik und Theater „Felix Mendelssohn Bartholdy“ Leipzig lauk Eyþór BA-gráðu í orgelleik árið 2012 og MA-gráðu árið 2014 við sama skóla. Helsti kennari hans í Leipzig var Prof. Stefan Engels. Eyþór er nú starfandi organisti Blönduóskirkju og nærsveita og kennir við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga. Eyþór hefur komið fram á einleikstónleikum á Íslandi, Þýskalandi, Litháen og í Ástralíu.
Scroll to Top