Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn kemur. Þá hefur skapast falleg hefð að skátar bera inn friðarlogann frá Betlehem. Kveikt verður á fyrsta aðventukertinu og við eigum góða stund saman. Sr. Sighatur þjónar og Kári Þormar og félagar úr Barbörukórnum leiða tónlistina. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu.
Verið hjartanlega velkomin.
