Skráning í Barna- og unglingakór

Skráning í Barna- og unglingakór

Barnakór Hafnarfjarðarkirkju er opinn fyrir öll börn í 1. – 5. bekk og mun æfa á mánudögum kl. 16:30 – 17:30 í vetur.

Stjórnandi kórsins er Brynhildur Auðbjargardóttir 

Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju er opinn fyrir öll börn í 6. – 10. bekk og mun æfa á mánudögum kl. 17:30-18:45 í vetur.

Stjórnandi kórsins er Helga Loftsdóttir

Fyrstu æfingar kóranna  verða mánudaginn 4. september í Vonarhöfn í Hafnarfjarðarkirkju, gengið inn frá Suðurgötu. 

 

Margt skemmtilegt verður á dagskrá í vetur. Fyrir utan að syngja við guðþjónustur nokkrum sinnum yfir veturinn má nefna náttfatapartý, pizzuveislu, óvissuferð og fleira. Áhersla er lögð á sönggleði, góða raddbeitingu og ekki minnst, góða samveru. 

Skráning er hér:  https://hafnarfjardarkirkja.skramur.is/login.php

Nánari upplýsingar fást hjá stjórnendum:
Brynhildur Auðbjargardóttir 
braud64@hotmail.com 
Helga Loftsdóttir helga.loftsdottir@gmail.com

Scroll to Top