Í hjarta Hafnarfjarðar

HAFNARFJARÐARKIRKJA

Velkomin í Hafnarfjarðarkirkju

Hafnarfjarðarkirkja er kjarni og miðja bæjarmyndar Hafnarfjarðar og sjófarendum glögg viðmiðun er þeir sigla inn fjörðinn og því má segja að Hafnarfjarðarkirkja sé á margvíslegan hátt leiðarljós bæjarbúa í lífi og starfi.

Hafnarfjarðarkirkja var fyrsta kirkja þjóðkirkjusafnaðar í Hafnarfirði og ber því nafn bæjarins. Hafnarfjarðarkirkja leggur sig fram við að þjóna öllum þeim sem til hennar leita.

Fréttir

Fréttir

17. júní í Hafnarfjarðarkirkju

Hafnarfjarðarkirkja býður upp á hátíðardagskrá á opnu húsi. Björn Thoroddsen, gítarleikari og bæjarlistamaður Hafnarfjarðar, flytur íslenskar dægurperlur, þjóðlög og margt fleira með sínum einstaka hætti. Með honum leika þeir Jón Rafnsson á bassa og Guðmundur Sigurðsson á píanó og orgel.
Verið velkomin milli kl.14-15.

Lesa meira »
Fréttir

Barbara mær

Barbörukórinn flytur nýja íslenska kórtónlist í bland við klassíska sálma og ættjarðarlög á Sönghátíð Hafnarborgar við Strandgötu í Hafnarfirði.
Barbörukórinn syngur við athafnir í Hafnarfjarðarkirkju og organisti kirkjunnar, Guðmundur Sigurðsson er stjórnandi kórsins.

Lesa meira »
Fréttir

Sumarmessur í Garðakirkju

Kirkjurnar í Hafnarfirði, Álftanesi og Garðabæ eru í samstarfi um sumarmessur í Garðakirkju sem fara fram á hverjum sunnudegi í júní, júlí og ágúst kl.11.
Verið hjartanlega velkomin!

Lesa meira »
Fréttir

Sjómannasunnudagur

Hátíðarmessa kl. 11 í Hafnarfjaðrarkirkju á sjómannadaginn.
Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar.
Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel og félagar úr Barbörukórnum syngja.
Barn verður fermt í athöfninni.

Lesa meira »
Fréttir

Hátíðarguðsþjónusta útvarpað frá Hafnarfjarðarkirkju

Hátíðarguðsþjónustu verður útvarpað frá Hafnarfjarðarkirkju á Hvítasunnudag kl. 11.
Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar fyrir altari.
Sr. Aldís Rut Gísladóttir prédikar.
Barbörukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista.
Meðhjálpari og lesari er Einar Örn Björgvinsson.

Lesa meira »
Fréttir

Krýsuvíkurkirkja vígð á Hvítasunnu

Sunnudaginn 5. júní á Hvítasunnudag kl. 14:00 verður nýsmíðuð Krýsuvíkurkirkja vígð.
Hægt verður að fylgjast með vígslumessunni fyrir utan Krísuvíkurkirkju en hátölurum verður komið fyrir. Einnig verður hægt að fylgjast með streymisútsendingu í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og þiggja veitingar.

Lesa meira »

Fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.

Hafnarfjarðarkirkja

Í hjarta Hafnarfjarðar

Scroll to Top