
17. júní í Hafnarfjarðarkirkju
Hafnarfjarðarkirkja býður upp á hátíðardagskrá á opnu húsi. Björn Thoroddsen, gítarleikari og bæjarlistamaður Hafnarfjarðar, flytur íslenskar dægurperlur, þjóðlög og margt fleira með sínum einstaka hætti. Með honum leika þeir Jón Rafnsson á bassa og Guðmundur Sigurðsson á píanó og orgel.
Verið velkomin milli kl.14-15.