
Listafjör
Listafjör hefst 3. október kl. 15:00.
Skráning: bylgja@hafnarfjarðarkirkja.is
Hafnarfjarðarkirkja er kjarni og miðja bæjarmyndar Hafnarfjarðar og sjófarendum glögg viðmiðun er þeir sigla inn fjörðinn og því má segja að Hafnarfjarðarkirkja sé á margvíslegan hátt leiðarljós bæjarbúa í lífi og starfi.
Hafnarfjarðarkirkja var fyrsta kirkja þjóðkirkjusafnaðar í Hafnarfirði og ber því nafn bæjarins. Hafnarfjarðarkirkja leggur sig fram við að þjóna öllum þeim sem til hennar leita.
Listafjör hefst 3. október kl. 15:00.
Skráning: bylgja@hafnarfjarðarkirkja.is
Kyrrðarbænastundir í Víðistaðakirkju hefjast að nýju fimmtudaginn 5. október kl. 17:30.
Fjölskyldumessa kl. 11:00. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Föndur og léttar veitingar eftir messu. Verið öll hjartanlega velkomin.
Þann 24. september kl. 11 verður messa og fermingarafmælishátíð.
Sunnudagaskóli verður á sama tíma í safnaðarheimilinu.
Eldriborgarasamverur hefjast á ný eftir sumarfrí, þriðjudaginn 12. september kl. 12:00. Hér má sjá þá gesti sem framundan eru.
Sunnudaginn 10. september kl. 11 verður messa þar sem fermingarbörnin taka þátt á fjölbreyttan hátt. Sunnudagaskóli á sama tíma.
Hér má finna upplýsingar um starfsemi Barna- og unglingakórs og hér er einnig hægt að skrá í kórana.
Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla kirkjunnar.
Hver sá sem skírist skal fá fræðslu um kristna trú, kirkjuna, lífið og tilveruna og þau lífsgildi sem mikilvægt er að hafa í hávegum á lífsleiðinni. Fræðslunni lýkur með fermingarathöfn þar sem barnið játar trú sína með söfnuðinum og þiggur fyrirbæn og blessun fyrir lífsgöngu sína.