
Fermingarafmælishátíð 19.október kl 11.00
Þann 19. október kl. 11:00 verður 50, 60, 70 og 80 ára fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju.
Hátíðin hefst með þátttöku í messu þar sem fermingarafmælisbörn taka þátt í söng og ritningarlestrum.
Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir og st. Jónína Ólafsdóttir þjóna fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgel og Barbörukórinn syngur undir hans stjórn.
Ræðumaður er Þorsteinn G. Aðalsteinsson.