fréttasafn

Fréttir

Hádegistónleikar 28. mars

Sveinn Arnar Sæmundsson organisti mun leika hrífandi tónlist á bæði orgel Hafnarfjarðarkirkju á sunnudaginn kemur kl. 12.00. Aðgangur er ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Fréttir

Helgistund kl. 20

Sunnudagskvöldið 26. mars kl. 20 verður ljúf helgistund í Hafnarfjarðarkirkju. Ungmennakórinn Bergmál syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar. Kári Þormar leikur á píanó og orgel. Aðeins sunnudagaskóli er kl. 11 í Hafnarfjarðarkirkju þennan dag. Verið hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Fréttir

Guðþjónusta kl. 11

Guðsþjónusta kl. 11 þann 19. mars. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar. Organisti er Kári Þormar. Félagar úr Barbörukórnum syngja undir stjórn organista. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Fréttir

Messa með altarisgöngu

Messa með altarisgöngu kl. 11. Sr. Sighvatur Karlsson þjónar. Kári Þormar sér um tónlistina ásamt félögum úr Barbörukórnum. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Fréttir

Æskulýðsmessa kl. 11

Sunnudaginn 5. mars kl. 11 verður æskulýðsmessa í Hafnarfjarðarkirkju. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur í messunni sem er miðuð fyrir alla fjölskylduna og ekki síst yngstu kynslóðina.

Lesa frétt »
Fréttir

Hádegistónleikar á þriðjudag

Verið hjartanlega velkomin á tónleika á þriðjudaginn 28. febrúar kl. 12:00-12:30 en þar syngur ung og glæsileg sópransöngkona, Sólveig Sigurðardóttir með Kára Þormari organista. Aðgangur ókeypis. Verið hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Fréttir

Messa með altarisgöngu

Sunnudaginn 26. febrúar kl. 11 verður messa með altarisgöngu í Hafnarfjarðarkirkju. Sr. Sighvatur Karlsson þjónar. Kári Þormar sér um tónlistina ásamt Barbörukórnum. Sunnudagskóli á sama tíma. Verið velkomin.

Lesa frétt »
Fréttir

Öskudagur og vetrarfrí

Á miðvikudaginn verður ekki Listafjör því þá er öskudagur og á fimmtudag verður ekki foreldramorgun því þá er vetrarfrí. Annað starf Hafnarfjarðarkirkju helst óbreytt.
Góðar stundir!

Lesa frétt »
Fréttir

Konudagsmessa

Á konudaginn, 19. febrúar kl. 11, koma góðir gestir í Hafnarfjarðarkirkju. Ebba Guðný Guðmundsdóttir flytur hugvekju og Una Torfadóttir syngur nokkur lög.

Lesa frétt »
Fréttir

Kórahátíð Kjalarnesprófastdæmi

Laugardaginn 11. febrúar, kl. 16:00 verður kórahátíð Kjalarnessprófastsdæmis í Vídalínskirkju í Garðabæ. Yfir 150 kórfélagar frá öllum kórum safnaða prófastsdæmisins taka þátt og boðið verður upp á fjölbreytta efnisskrá. Aðgangur ókeypis og verum öll hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Fréttir

Messa með altarisgöngu

Þann 5. febrúar kl. 11 er messa með altarisgöngu í Hafnarfjarðarkirkju. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar. Organisti er Kári Þormar og félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli á sama tíma.

Lesa frétt »
Fréttir

Bergmál syngur í kvöldmessu

Sunnudaginn 29. janúar kl. 20.00 er kvöldmessa í Hafnarfjarðarkirkju þar sem Bergmál, ungmennakór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11.00 að morgni. Verið hjartanlega velkomin!

Lesa frétt »
Frétt

Fermingar 2024

Nú eru komnar dagsetningar fyrir fermingarathafnir Hafnarfjarðarkirkju vorið 2024. Skráning er opnin. Til að skrá ýtið þið á rauða hnappinn á forsíðu heimasíðunnar.

Lesa frétt »
Frétt

Kyrrðarbænastundir

Á Kyrrðarbænastundum í Víðistaðakirkju á miðvikudögum kl. 17.30 er iðkuð Kyrrðarbæn og svo eru freskur Baltasars Sampers íhugaðar. Kyrrlátar og yndislegar stundir sem eru öllum opnar.
Umsjón: Bergþóra Baldursdóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Kyrrðarbænastundirnar eru samvinnuverkefni á milli Hafnarfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju.
Verið öll hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Frétt

Messa með altarisgöngu

Næstkomandi sunnudag er hefðbundinn messa með altarisgöngu í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar. Organisti er Kári Þormar og félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli er í safnaðarheimilinu á sama tíma. Kaffi og með því á eftir.
Verið öll hjartanlega velkomin!

Lesa frétt »
Frétt

Kirkjubrall 15. janúar

Brallað í Hafnarfjarðarkirkju 15. janúar kl. 11. Í Kirkjubralli taka börn og fullorðnir sameiginlega þátt í sköpun, leikjum, borðhaldi og helgihaldi. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Matur á eftir. Verið hjartanlega velkomin.

Lesa frétt »
Frétt

Eldriborgarasamverur í janúar

Eldriborgarasamverur eru á hverjum þriðjudegi frá kl. 12:00-14:00. Stundin hefst með helgistund þá er léttur hádegisverður, fjöldasöngur og gestur sem flytur erindi. Sjáið hverjir koma í janúar með því að opna færsluna.

Lesa frétt »
Frétt

Jólin kvödd

Helgistund kl. 11 þann 8. janúar í umsjá sr. Sighvats Karlssonar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu.
Verið hjartanlega velkomin!

Lesa frétt »
Frétt

Jólavaka

Á fjórða í aðventu, 18. desember, er Jólavaka kl. 20 um kvöldið.

Kertaljós og hátíðleiki. Fjölbreytt tónlist og hugvekja.

Lesa frétt »
Frétt

Jólastund fjölskyldunnar

Sunnudaginn 11. desember kl. 11. Barna- og unglingakórinn flytur helgileik og á eftir er jólaball í safnaðarheimilinu og jólasveinn kemur í heimsókn. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar ásamt Rósu Hrönn Árnadóttur. Kórstjórar eru Brynhildur Auðbjargardóttir og Helga Loftsdóttir. Organisti er Kári Þormar og píanóleikari er Helga Sigríður Kolbeinsdóttir.
Verið velkomin!

Lesa frétt »
Frétt

Þjóðbúningamessa

Þjóðbúningamessa kl. 11 þann 27. nóvember.
Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar.
Kári Þormar og Barbörukórinn sjá um tónlistina. Þjóðbúningafélagið Annríki tekur þátt í messunni og eru gestir hvattir til að mæta í þjóðbúningum ef þeir eiga þess kost. Þjóðlegt bakkelsi á eftir. Sunnudagaskóli á sama tíma.

Lesa frétt »
Frétt

Aðventan í Hafnarfjarðarkirkju

Aðventan er sá tími árs sem gott er að njóta fallegrar tónlistar, hátíðleika og kyrrðar í kirkjunni.
Helgihaldið á aðventu í Hafnarfjarðarkirkju er fjölbreytt og öllum opið.

Lesa frétt »
Frétt

Kyrrðarmessa

Kyrrðarmessa kl. 11.
Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur.
Kári Þormar og Barbörukórinn flytja fallega Taizesálma.
Barn borið til skírnar.
Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimili.
Verið hjartanlega velkomin!

Lesa frétt »
Frétt

Fjölskylduguðsþjónusta

Sunnudaginn 13. nóvember kl. 11 er fjölskylduguðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju.
Unglingakór Hafnrfjarðarkirkju syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Sr. Aldís Rut Gísladóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiða stundina. Organisti er Kári Þormar.
Verið hjartanlega velkomin!

Lesa frétt »
Scroll to Top