Verið velkomin í söng- og tónlistarstarf ungmenna í Hafnarfjarðarkirkju í vetur.
Við auglýsum tilboð fyrir börn, unglinga og ungmenni sem vilja þroska söng- og tónlistarhæfileika í góðum félagsskap.
Boðið er upp á fjölbreytt starf sem innifelur meðal annars eftirfarandi:
Góða raddþjálfun
Fjölbreytta tónlistarflóru
Þjálfun í að koma fram, bæði í kirkjunni og utan hennar.
Æfingu í að vinna með öðrum að sameiginlegu markmiði
Þjálfun í þrautseigju, virðingu og tillitsemi
Vináttu
Kórstjóri Barna- og unglingakóranna er:
Brynhildur Auðbjargardóttir.
Aðstoðarkórstjóri og meðleikari á píanó er:
Helga Sigríður Kolbeins.
Fyrsta æfing barnakórsins (1. – 5. bekkur) verður 5. september kl. 17:00 í í Vonarhöfn (gengið inn Suðurgötumegin)
Fyrsta æfing Unglingakórsins (5. – 10. bekkur) verður 5. september kl. 17:45
Hægt er að skrá börnin á heimasíður kirkjunnar eða hér.
Nánari upplýsingar fást hjá Brynhildi kórstjóra – baudbjargardottir@gmail.com