Myndlistarsamkeppni
Við hvetjum fólk á öllum aldri að taka þátt í myndlistarsamkeppni byggða á jólaguðspjallinu.
Við hvetjum fólk á öllum aldri að taka þátt í myndlistarsamkeppni byggða á jólaguðspjallinu.
Þann 1. nóvember, á allra heilagra messu, var opnuð heimasíðan www.utforikirkju.is sem Kjalarnessprófastsdæmi hefur verið að vinna að síðastliðið ár í samstarfi við fjölmarga aðila, m.a. presta, djákna og organista prófastsdæmsins.
Á heimasíðunni er að finna upplýsingar um flest sem viðkemur útför í kirkju og þjónustu kirkjunnar. Yfirlit yfir hvað þarf að huga í undirbúningi útfarar ásamt umfjöllun um hvað er útför, tilgang sálma og tónlistar, börn og útför, sálgæslu kirkjunnar og hvar er hægt að sækja sér styrk og aðstoð. Efninu er ætlað að auðvelda fólki undirbúning útfarar og fræða um útfararsiði kirkjunnar.
Um helgina bjóðum við í Hafnarfjarðarkirkju upp á Hrekkjavökuþraut.
Dregið verður úr réttum svörum á þriðjudaginn og vinningshafar fá hrikalega og óhuggulega gott sælgæti í verðlaun.
Þrautin er komin upp og allir mega taka þátt!
Breytingar eru á safnaðarstarfi í Hafnarfjarðarkirkju vegna hertra aðgerða í samfélaginu. Hafnarfjarðarkirkja hefur ákveðið samkvæmt tilmælum yfirvalda og biskups að guðþjónustur og allt starf fyrir fullorðna falli niður í október. Æskulýðsstarf s.s. sunnudagaskóli, TTT og fermingarfræðsla fellur niður út október og verður tekið til endurskoðunar þá. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með á heimasíðu okkar og á facebook – síðu en þar verður tilkynnt þegar starfið hefst að nýju. Blessunaróskir. Við erum öll almannavarnir.
Þar sem helgistundir og sunnudagskóli liggja niðri hjá okkur eins og er viljum við benda á að við birtum reglulega rafrænar stundir á facebooksíðunni okkar.
Þjóðkirkjan – Biskupsstofa leitar að jákvæðum, framsýnum, og skipulögðum leiðtoga til þjónustu við Hafnarfjarðarprestakall.
Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á málefnum þjóðkirkjunnar og vera tilbúinn til að leiða gróskumikið safnaðarstarf í Hafnarfjarðarprestakalli. Framúrskarandi samskiptahæfileikar og skilningur á mikilvægi góðrar þjónustu eru lykilatriði.
Um er að ræða áhugavert og krefjandi starf í skemmtilegu umhverfi.
Bendum á þessa frábæru síðu en þar má ná sér í efni til að rækta andann.
Amen.is býður þér að taka þátt í og upplifa fjölbreytt kristið bænahald. Hvort sem þú vilt hvíla í náð og kyrrð, vera með í tíðasöng eða biðja með börnunum þínum eða barnabörnum, þá getur Amen.is hjálpað.
Breytingar eru á safnaðarstarfi í Hafnarfjarðarkirkju vegna hertra aðgerða í samfélaginu. Hafnarfjarðarkirkja hefur ákveðið samkvæmt tilmælum yfirvalda og biskups að guðþjónustur og allt starf fyrir fullorðna falli niður í október. Æskulýðsstarf s.s. sunnudagaskóli, TTT og fermingarfræðsla fellur niður til 19. október og verður tekið til endurskoðunar þá. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með á heimasíðu okkar og á facebook – síðu en þar verður tilkynnt þegar starfið hefst að nýju. Blessunaróskir. Við erum öll almannavarnir.
Við höldum Kirkjubrallinu sunnudaginn 4. október. Fjöldatakmarkanir eiga ekki við börn og unglinga og eins og fram kom í auglýsingunni þá eru ákveðnar reglur um þátttöku fullorðina. Sjá hér að neðan:
Kirkjubrallið, 4. október kl. 11 er miðað við fermingarbörn, krakka úr TTT starfinu, krakka úr barna – og unglingakórunum og börn úr sunnudagaskólanum. Forráðamenn 10 ára barna og yngri eru velkomnir en vegna samkomureglna þurfa eldri börnin að koma ein. Einungis einn forráðamaður getur komið með hverju barni. Gætt verður að hreinlæti og fjarlægðarmörkum. Gott er að mæta í fötum sem mega verða skítug og taka eina glerkrukku með sér.
Kirkjubrallið, 4. október kl. 11 er miðað við fermingarbörn, krakka úr TTT starfinu, krakka úr barna – og unglingakórunum og börn úr sunnudagaskólanum. Forráðamenn 10 ára barna og yngri eru velkomnir en vegna samkomureglna þurfa eldri börnin að koma ein. Einungis einn forráðamaður getur komið með hverju barni. Gætt verður að hreinlæti og fjarlægðarmörkum. Gott er að mæta í fötum sem mega verða skítug og taka eina glerkrukku með sér.
Kirkjubrall eða Messy Church er fjölbreytt og skemmtileg samverustund í kirkjunni og safnaðarheimilinu öllu. Í Kirkjubralli er lagt upp úr þátttöku í sköpun, leikjum, borðhaldi og helgihaldi.
Fermingarfræðsla 29. september og 6. október.
Þriðjudaginn 29. september koma eftirtaldir hópar:
kl 16 – Hópur A: Börn úr Öldutúnsskóla
kl 17 – Hópur B: Börn úr Setbergsskóla, Áslandsskóla og Alþjóðaskóla
Þriðjudaginn 6. október kl 16 kemur hópur C í fermingarstarfið
Það eru börn úr Lækjarskóla, Hvaleyrarskóla, Hraunvallaskóla, Nú og Skarðshlíðarskóla.
Hægt er að ganga inn í safnaðarheimilið frá Strandgötu og Suðurgötu.
TTT er starf fyrir 10 – 12 ára krakka (5. – 7. bekk)
á fimmtudögum kl. 15.45 – 17.00
í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju
24. september verður Gagabolti!
Fjölbreytt dagskrá og góður félagsskapur
Leikir – Föndur – Bíó – Brjóstsykursgerð – Ofl.
Á hádegistónleikum þann 29. september kl. 12.15 í Hafnarfjarðarkirkju, flytur Lára Bryndís Eggertsdóttir fordæmalausa efnisskrá á fordæmalausum tímum.
Næstu fermingartímar verða 15. september og 22. september.
Þriðjudaginn 15. september
kl 16 – Hópur A; börn úr Öldutúnsskóla
kl 17 – Hópur B, börn úr Setbergsskóla, Áslandsskóla og Alþjóðaskóla
Þriðjudagurinn 22. september
kl 16 – Hópur C, börn úr Lækjarskóla, Hvaleyrarskóla, Hraunvallaskóla, Nú og Skarðshlíðarskóla
Hægt er að ganga inn í safnaðarheimilið frá Strandgötu og Suðurgötu.
TTT er starf fyrir 10 – 12 ára krakka (5. – 7. bekk)
á fimmtudögum kl. 15.45 – 17.00
í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju
10. september verður leikjafjör!
Fjölbreytt dagskrá og góður félagsskapur
Leikir – Föndur – Bíó – Brjóstsykursgerð – Ofl.
Fermingarmessur fara fram 13. 20. og 27. september.
Vegna samkomureglna geta aðeins nánustu ættingjar fermingarbarnanna verið viðstaddir fermingarnar.
Sunnudagaskólinn fer fram í safnaðarheimilinu kl. 11 og er öllum opin.
Verum öll velkomnin í messu 6. september kl 11.
Þórhildur Ólafs og Jón Helgi Þórarinsson leiða stundina ásamt Guðmundi Sigurðssyni organista. Einsöngur: Pétur Oddbergur Heimisson. Jóns Vídalíns verður minnst. Sunnudagaskóli verður í safnaðarheimili á sama tíma. Umsjón hefur Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir.
Verið velkomin
Sunnudagaskólinn hefst að nýju þann 9. september kl. 11.
Í sunnudagskólanum ræður gleði, undrun og leikur ríkjum. Tónlistin fær mikið vægi með söng, hljóðfærum og tónlistarleikjum. Við lærum bænir og heyrum sögur úr Biblíunni.
Umsjón: Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Helga Magnúsdóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir.
Fermingarfræðslan hefst þriðjudaginn 1. september
Kl 16 koma fermingarbörn úr Öldutúnsskóla
Kl 17 koma fermingarbörn úr Setbergsskóla og Áslandsskóla
Hægt er að ganga inn í safnaðarheimilið frá Strandgötu og Suðurgötu.
Fermingarmessur 30. ágúst kl 11 og kl 13
Vegna samkomureglna geta aðeins nánustu ættingjar fermingarbarnanna verið viðstaddir fermingarnar.
Verið velkomin á kóræfingar Barna-og unglingakórsins!
Æfingar unglingakórs (6.-10. bekkur) hefjast fimmtudaginn 27. sept kl. 17:30-18:45.
Æfingar barnakórs (1.-5. bekkur) hefjast mánudaginn 31. ágúst kl. 17:00-17:50.
Frekari upplýsingar er að finna hér á heimasíðunni undir safnaðarstarf/Barna- og unglingakór
TTT er starf fyrir 10 – 12 ára krakka (5. – 7. bekk)
á fimmtudögum kl. 15.45 – 17.00
í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju
Fjölbreytt dagskrá og góður félagsskapur
Leikir – Föndur – Bíó – Brjóstsykursgerð – Ofl.
Helgistund kl 11. Fermingarbörn næsta vetrar eru sérstaklega boðuð til kirkju þennan dag. Stundin er opin öllum en vegna sóttvarnarreglna gætu einhverjir fullorðnir þurft að sitja í safnaðarheimilinu og hlýða á stundina þar. Ekki er boðið upp á kaffisopa á eftir.
Almennur safnaðarfundur verður haldinn mánudaginn 24. ágúst kl 17 í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju
Dagskrá fundarins: Kosning kjörnefndar.
Skráning er hér á síðunni, ATHAFNIR, FERMING. Þar má einnig finna nánari upplýsingar ss um fermingardaga vorið 2021.
Guðsþjónusta í Garðakirkju á Álftanesi kl 11 í umsjón Hafnarfjarðarkirkju. Sr Jón Helgi Þórarinsson og sr Sighvatur Karlsson leiða stundina. Organisti Kári Allansson. Við virðum 2 metra regluna og aðrar leiðbeiningar sóttvarnaryfirvalda og verður ekki boðið upp á kaffi eftir stundina.
Guðsþjónusta í Garðakirkju á Álftanesi kl 11 í umsjón Hafnarfjarðarkirkju Hjólað frá Hafnarfjarðarkirkju kl 10. Kaffisopi á eftir.
Helgistundir í Garðakirkju á Álftanesi alla sunnudaga í sumar kl 11. Kaffisopi á eftir. Sumarkirkjan er samstarfsverkefni kirkna í Hafnarfirði og Garðabæ. Verið velkomin.
Prestar sr Jón Helgi Þórarinsson og sr Þórhildur Ólafs. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið. Þórunn Vala Valdimarsdóttir syngur. Hátíðarsöngvar Bjarna Þorsteinssonar.
Aðalsafnaðarfundur Hafnarfjarðarsóknar verður haldinn fimmtudaginn 4. júní kl 17:00.
Skráning er hér á síðunni, ATHAFNIR, FERMING. Þar má einnig finna nánari upplýsingar ss um fermingardaga vorið 2021.
Fyrri hópur fermingarbarna kemur í stutt viðtal þriðjudaginn 5. maí. Síðari hópurinn kemur þriðjudaginn 12. maí.
Starfsemi Barna- og unglingakórs hefst að nýju þann 4. maí með hefðbundnu sniði.
Starfsemi Barna- og unglingakórs hefst að nýju þann 4. maí með hefðbundnu sniði.
Sálmurinn Allt hið fagra foldarskraut er mjög þekktur, sérstaklega á Bretlandseyjum. Frumtextinn, All Things Bright and Beautiful, er eftir skáldkonuna Cecil Frances Alexander (1818-1895) og birtist fyrst árið 1848 í bókinni „Sálmar fyrir börn“.
Syngjandi sumarkveðja frá Hafnarfjarðarkirkju. Guðmundur organisti og félagar i Barbörukórnum flytja.
Þeim sem þurfa að ná í presta, kirkjuhaldara eða annað starfsfólk Hafnarfjarðarkirkju er bent á að hringja í viðkomandi eða senda tölvupóst, þar sem viðvera presta og starfsfólks verður með öðrum hætti frá og með 16. mars en verið hefur.
Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en í framhaldinu fara börn, foreldrar, afar og ömmur yfir í safnaðarheimilið þar sem fjölbreytt dagskrá verður. Hressing fyrir alla er í boði í lokin.
Morgunmessa miðvikudaginn 12. febrúar kl 8.15 – 8.45. Léttur morgunverður á eftir.