Minningarstund frestað

Minningarguðsþjónustu um skipverjana sem fórust með Sviða GK7 þann 2 desember 1941, og halda átti 21. nóvember 2021, hefur verið frestað fram yfir áramót vegna sóttvarnarreglna. Guðsþjónustan verður auglýst vel þegar að henni kemur.
Stutt minningarstund verður haldin 2. desember n.k. í Hafnarfjarðarkirkju vegna sjóslyssins en hún verður því miður ekki opinn almenningi vegna sóttvarnarreglna. Um leið verður opnuð sýning í safnaðarheimilinu vegna sjóslyssins og verður sýningin opin á skrifstofutíma kirkjunnar. Á þriðjudögum og fimmtudögum kl 13 – 15 mun Egill Þórðarson veita leiðsögn um sýninguna. 
Beðist er velvirðingar á misvísandi upplýsingum um ofangreinda viðburði í grein í Morgunblaðinu 27. nóvember 2021.
Scroll to Top