Ljóð og ljúfir tónar í kvöldguðsþjónustu

 

Ljóð og ljúfir tónar munu hljóma í kvöldguðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju þann 31. október kl. 20.
Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar.
Margrét Eir Hjartardóttir syngur og tríó Andrésar Þórs leikur.
Einar Már Guðmundsson les ljóð sín í guðsþjónustunni og úr nýkominni skáldsögu sinni, Skáldleg afbrotafræði, í kaffinu á eftir.
Í tríói Andrésar Þórs leikur Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Agnar Már Magnússon á píanó.
Verum öll hjartanlega velkomin.

Scroll to Top