Fréttasafn

Fréttir

Minningarstund frestað

Minningarguðsþjónustu um skipverjana sem fórust með Sviða GK7 þann 2 desember 1941, og halda átti 21. nóvember 2021, hefur verið frestað fram yfir áramót vegna sóttvarnarreglna. Guðsþjónustan verður auglýst vel þegar að henni kemur.

Stutt minningarstund verður haldin 2. desember n.k. í Hafnarfjarðarkirkju vegna sjóslyssins en hún verður því miður ekki opinn almenningi vegna sóttvarnarreglna. Um leið verður opnuð sýning í safnaðarheimilinu vegna sjóslyssins og verður sýningin opin á skrifstofutíma kirkjunnar. Á þriðjudögum og fimmtudögum kl 13 – 15 mun Egill Þórðarson veita leiðsögn um sýninguna.

Beðist er velvirðingar á misvísandi upplýsingum um ofangreinda viðburði í grein í Morgunblaðinu 27. nóvember 2021.

Read More »
Fréttir

Fyrsti í aðventu

Fyrsti sunnudagur í aðventu, 28 nóvember.
Guðsþjónusta kl 11.

Kveikt á fyrsta aðventukertinu.
Skátar bera inn friðarljósið frá Betlehem.
Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja.

Vegna sóttvarnarreglna mega aðeins 50 manns koma í stundina. Grímuskylda fyrir fullorðna.

Sunnudagaskóli á sama tíma.

Verið velkomin.

Read More »
Fréttir

Sunnudagaskóli kl. 11

Verið hjartanlega velkomin í sunnudagaskólann 👼👼👼👼👼

Í sunnudagskólanum í Hafnarfjarðarkirkju ræður gleði, undrun og leikur ríkjum. Tónlistin fær mikið vægi með söng og hljóðfærum. Auk þess heyrum við uppbyggilegar Biblíusögur, lærum bænir, horfum á brúðuleikhús, teiknum, dönsum, horfum á stutt myndbönd o.fl. Í lokin fá allir gullkorn með sér heim í Fjársjóðskistuna sína (fjársjóðskistuna fá börnin að gjöf).

Sunnudagaskólinn leggur sig fram við að styðja fjölskyldur, í öllum sínum fjölbreytileika, við að kenna börnum bænir, byggja upp jákvæða sjálfsmynd og finna öryggi og vináttu hjá góðum og kærleiksríkum Guði.

Helga Magnúsdóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir sjá um sunnudagaskólann.

Read More »
Fréttir

Helgistund 21. nóvember kl. 11

Helgistund verður í umsjá sr. Jóns Helga Þórarinssonar og Guðmundar Sigurðssonar sunnudaginn 21. nóvember kl. 11.

Verið velkomin – Sunnudagaskóli á sama tíma.

Minningarstundinni um skipverjana sem fórumst með Sviða GK 7 er frestað um óákveðin tíma.

Read More »
Fréttir

Plan B – Helgistund á sunnudag kl. 11

Í ljósi aðstæðna er fjölskylduguðsþjónunstunni
sem vera átti á sunnudaginn frestað.

Í hennar stað verður létt helgistund í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11
í umsjá sr. Jónínu Ólafsdóttur og Guðmundar Sigurðssonar organista.

Sunnudagaskólinn verður þá ekki þennan sunnudag en við stefnum á að svo verði sunnudaginn þar á eftir.

Með kærum kveðjum,
starfsfólk Hafnarfjarðarkirkju.

Read More »
Fréttir

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11

Verið hjartanlega velkomin í fjölskylduguðþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju 14. nóvember kl. 11 😁🤗

Starfsfólk kirkjunnar er spennt að taka á móti fólki á öllum aldri og eiga saman fjöruga og góða stund.

Okkar frábæri Unglingakór mun syngja undir stjórn Helgu Loftsdóttur.

Rósa Hrönn Árnadóttir úr sunnudagaskólanum segir sögu og Rebbi og félagar mæta að vanda.

Sr. Jónína Ólafsdóttir og sr. Sighvatur Karlsson leiða stundina og Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel.

Read More »
Fréttir

Minningarstund um skipverjana sem fórust með SVIÐA GK 7

Sunnudaginn 21. nóvember 2021, kl. 11, verður haldin minningarstund í Hafnarfjarðarkirkju um skipverjana 25 sem fórust með togaranum SVIÐA GK 7 fyrir 80 árum, 2. desember 1941.

Kveikt verður á kerti fyrir sérhvern skipverja og nöfn þeirra lesin upp.

Séra Þorvaldur Karl Helgason flytur hugleiðingu. Prestar Hafnarfjarðarkirkju, séra Jónína Ólafsdóttir og séra Jón Helgi Þórarinsson, leiða minningarstundina. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti og kórstjóri Guðmundur Sigurðsson.

Togarinn SVIÐI var gerður út frá Hafnarfirði og margir skipverjanna áttu heimili þar. Alls fórust 25 sjómenn, 14 þeirra voru kvæntir, 44 börn misstu föður og fimm fósturföður sinn. Sumir þeirra voru fyrirvinna foreldranna. Þrír skipverjanna voru yngri en 20 ára, sá elsti var 52 ára, en flestir á aldrinum 25-49 ára. Minningarstund var haldin í Hafnarfjarðarkirkju 17. des. 1941, skömmu eftir sjóslysið.

Eftir minningarathöfnina í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudaginn verður opnuð sýning í safnaðarheimilinu um skipverjana sem fórust með SVIÐA GK 7 og fjölskyldur þeirra, um skipið, veðrið, leitina og hætturnar sem steðjuðu að sjómönnum á tímum heimstyrjaldar.

Séra Þorvaldur Karl Helgason og Egill Þórðarson, loftskeytamaður, hafa unnið að sýningunni.

Minningarstundin og sýningin er öllum opin.

Read More »
Fréttir

Allra heilagra messa

Allra heilagara messa
7. nóvember kl. 11

Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.

Sr. Jón Helgi Þórarinsson þjónar.
Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel og félagar Barbörukórnum syngja.

Verið hjartanlega velkomin.

Read More »
Fréttir

Kvöldkirkja á miðvikudögum

KVÖLDKIRKJA HAFNARFJARÐARKIRKJU

Kvöldkirkja Hafnarfjarðarkirkju verður vikulega á dagskrá í vetur. Kirkjan verður opin gestum frá kl. 17.30-18.30.
Komið þegar ykkur hentar, njótið kyrrðar, dveljið í íhugun, bæn eða kveikið á kerti. Prestur leiðir bænastund kl. 18.00.

Verið hjartanlega velkomin.

Read More »
Fréttir

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar

Vinsamlegast takið vel á móti fermingarbörnunum.
Það er gott og lærdómsríkt að leggja á sig óeigingjarna vinnu sem verður öðrum til góðs.
Næstu daga munu fermingarbörnin ganga í hús og safna fyrir marþættu vatnsverkefni í Eþíópíu.

Read More »
Fréttir

Kyrrð og fyrirbæn

KYRRÐ OG FYRIRBÆN Í HÁDEGINU

Hádegisstundir verða á þriðjudögum kl. 12 í Hafnarfjarðarkirkju í vetur. Byrjað er inni í kirkju þar sem hægt er að skrá fyrirbænir í bók og kveikja á bænaljósi. Eftir það er léttur hádegismatur í safnaðarheimili fyrir þá sem vilja. Stundirnar eru öllum opnar.

Síðasta þriðjudag í mánuði býður kirkjan gestum á orgeltónleika kl. 12 og í léttan hádegisverð á eftir.

Verið hjartanlega velkomin.

Read More »
Fréttir

Ljóð og ljúfir tónar í kvöldguðsþjónustu

Ljóð og ljúfir tónar munu hljóma í kvöldguðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju þann 31. október kl. 20.

Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar.
Margrét Eir Hjartardóttir syngur og tríó Andrésar Þórs leikur.

Einar Már Guðmundsson les ljóð sín í guðsþjónustunni og úr nýkominni skáldsögu sinni, Skáldleg afbrotafræði, í kaffinu á eftir.

Í tríói Andrésar Þórs leikur Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Agnar Már Magnússon á píanó.

Verum öll hjartanlega velkomin.

Read More »
Fréttir

Eyþór Franzson Wechner leikur á hádegistónleikum

Eyþór Franzson Wechner, organisti í Blöndóskirkju, mun leika fjölbreytta dagskrá á hádegistónleikum í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 26. október.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa í 30 mínútur.

Aðgangur ókeypis.
Verið hjartanlega velkomin.

Read More »
Fréttir

Sr. Þórhildur Ólafs kvödd í messu 24. okt. kl.11

Sr. Þórhildur Ólafs, fyrrum sóknarprestur og prófastur, verður kvödd í messu þann 24. október kl. 11 en hún lét af störfum fyrr á árinu.

Sr. Jón Helgi Þórarinsson prédikar og þjónar ásamt sr. Jónínu Ólafsdóttur.

Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel og félagar úr Barbörukórnum syngja.

Kaffi og með því eftir athöfnina.

Sunnudagaskóli verður á sama tíma í safnaðarheimilinu.

Verið hjartanlega velkomin.

Read More »
Fréttir

Bleik messa 17. okt. kl. 11

Bleik messa 17. október kl. 11.

Ræðukona bleikrar messu verður Hildur Hilmarsdóttir stofnandi Krafts en hún mun segja frá eigin reynslu af baráttu við krabbamein sem ung kona.

Sr. Jónína Ólafsdóttir sóknarprestur þjónar, Kristín Jóhannesdóttir leikur á orgel, félagar úr Barbörukórnum syngja, Árný Steinþórsdóttir og Emilía Borgþórsdóttir lesa ritningarvers en þær sitja báðar í sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju.

Bleik blóm munu skrýða altarið og bleikar makkarónur verða með kaffinu á eftir messu.

Öll hjartanlega velkomin!

Read More »
Fréttir

Fjölskylduguðsþjónusta 10. okt. kl. 11

Velkomin í fjölskylduguðsþjónustu.

Barnakórinn syngur undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur.

Organisti Guðmundur Sigurðsson.

Helga Magnúsdóttir sunnudagaskólaleiðtogi segir sögu o.fl.

Sr. Stefán Már Gunnlaugsson leiðir stundina.

Read More »
Fréttir

Nýjungar í starfi Hafnarfjarðarkirkju

Í vikunni hefjast nýjIr dagskrárliðir í starfi Hafnarfjarðarkirkju.

KYRRÐ OG FYRIRBÆN Í HÁDEGINU HEFST 5. OKTÓBER OG KVÖLDKIRKJA HAFNARFJARÐARKIRKJU HEFST 6. OKTÓBER

Hádegisstundir verða á þriðjudögum kl. 12 í Hafnarfjarðarkirkju í vetur. Byrjað er inni í kirkju þar sem hægt er að skrá fyrirbænir í bók og kveikja á bænaljósi. Eftir það er léttur hádegismatur í safnaðarheimili fyrir þá sem vilja. Stundirnar hefjast 5. október og eru öllum opnar.

Kvöldkirkja Hafnarfjarðarkirkju hefst miðvikudaginn 6. október og verður vikulega á dagskrá í vetur. Kirkjan verður opin gestum frá kl. 17.30-18.30.

Read More »
Fréttir

Messa 3. okt. kl. 11

Messa næstkomandi sunnudags er með hefðbundnu sniði.

Sr. Sighvatur Karlson þjónar.
Félagar úr Barbörukórnum syngja
og Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel.

Messukaffi á eftir.

Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu.

Verið hjartanlega velkomin.

Read More »
Fréttir

Kyrrð og fyrirbæn

KYRRÐ OG FYRIRBÆN Í HÁDEGINU HEFST 5. OKTÓBER

Hádegisstundir verða á þriðjudögum kl. 12 í Hafnarfjarðarkirkju í vetur. Byrjað er inni í kirkju þar sem hægt er að skrá fyrirbænir í bók og kveikja á bænaljósi. Eftir það er léttur hádegismatur í safnaðarheimili fyrir þá sem vilja. Stundirnar hefjast 5. október og eru öllum opnar.

Síðasta þriðjudag í mánuði býður kirkjan gestum á orgeltónleika kl. 12 og í léttan hádegisverð á eftir.

Verið hjartanlega velkomin.

Read More »
Fréttir

Kvöldkirkja á miðvikudögum

KVÖLDKIRKJA HAFNARFJARÐARKIRKJU HEFST 6. OKTÓBER

Kvöldkirkja Hafnarfjarðarkirkju hefst miðvikudaginn 6. október og verður vikulega á dagskrá í vetur. Kirkjan verður opin gestum frá kl. 17.30-18.30.
Komið þegar ykkur hentar, njótið kyrrðar, dveljið í íhugun, bæn eða kveikið á kerti. Prestur leiðir bænastund kl. 18.00.

Verið hjartanlega velkomin.

Read More »
Scroll to Top