Á sunnudaginn 16. mars verður sunnudagaskólinn að vanda kl. 11:00. Síðar sama dag eða kl. 14:00 er Kaldárselsmessa. Nánari upplýsingar hér að neðan:
Sumarstarf KFUM og KFUK í Kaldárseli á 100 ára afmæli í ár. Af því tilefni verður efnt til Kaldárselsmessu í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 16. mars klukkan 14.
Sr Jónína Ólafsdóttir þjónar fyrir altari og sr. Pétur Ragnhildarson prédikar. Þau hafa bæði komið að starfi sumarbúðanna í Kaldárseli. KFUK-kórinn Ljósbrot og kórstjórinn Keith Reed leiða tónlistina og verða sungnir gamlir og nýir Kaldárselssöngvar.
Þórarinn Björnsson segir frá aðdraganda og upphafi starfsins í
Kaldárseli.
Kaldárseli.
Að lokinni messu verður boðið upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimili og sýnd stuttmynd sem tekin var upp í Kaldárseli árið 1948.
Ungir og gamlir Kaldæingar og velunnarar eru hvattir til að mæta.
Undanfarin sumur hefur verið góð aðsókn í Kaldársel. Annars vegar er boðið upp á hefðbundna dvalarflokka í fimm daga og hins vegar leikjanámskeið þar sem börnin koma að morgni og fara heim síðdegis. Einnig er Vinasetrið starfrækt í Kaldárseli um helgar allan ársins hring. Vinasetrið er helgardvöl fyrir börn sem eiga rétt á stuðningsfjölskyldu og koma með tilvísun frá
félagsþjónustu sveitarfélaga.
Á facebook-síðunni „Kaldársel í 100 ár“ eru birtar gamlar myndir og minningar úr Kaldárseli og afmælisviðburðir auglýstir. Á uppstigningardag, 29. maí, verður haldin vorhátíð með fjölbreyttri dagskrá á staðnum.