Í konudagsmessu þann 23. febrúar kl. 11:00 mun sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédika en hún er fyrsta konan sem hlaut prestvíglu hér á landi og hefur um langt árabil farið fyrir Kvennakirkjunni. Sr. Sighvatur Karlsson þjónar fyrir altari. Organisti er Kári Þormar og Barbörukórinn syngur.
Sunnudagaskóli fer fram í safnaðarheimilinu á sama tíma.
Verið hjartanlega velkomin!