
Fermingarmessur hvítasunnudag 23. maí
Fermingar hvítasunnudag kl 11 og kl 12. Vegna samkomutakmarkana verður aðeins rými fyrir ættingja fermingarbarnanna.
Fermingar hvítasunnudag kl 11 og kl 12. Vegna samkomutakmarkana verður aðeins rými fyrir ættingja fermingarbarnanna.
Prófastur Kjalarnesprófastdæmis, sr. Hans Guðberg Alfreðsson setur sr. Jónínu Ólafsdóttur í embætti sóknarprests við Hafnarfjarðarkirkju á sunnudaginn kl. 11. Sr. Jón Helgi Þórarinsson þjónar fyrir altari. Barbörukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista.
Allir velkomnir!
Aðalsafnaðarfundur verður að lokinni messu í safnaðarheimili.
Nú eru spennandi tímamót framundan hjá krökkum sem eru fædd 2008!
Jónína, Jón Helgi og Bylgja Dís hlakka til þess að taka á móti ykkur sem ætlið að fermast í Hafnarfjarðarkirkju vorið 2021. Skráningin og val á fermingardögum stendur yfir.
Öll börn í árgangi 2008 eru velkomin í fermingarstarf Hafnarfjarðarkirkju óháð skráningu í trúfélag.
Við förum í Vatnaskóg, Kahoot, fjöruga leiki og stöndum fyrir spennandi viðburðum.
Verður þú með? Þitt er valið!
Sumarkveðju æskulýðsstarfssins mun birtast í myndbandi sunnudaginn 2. maí kl. 11.
Kveðjan kemur í stað árlegrar vorhátíðar Hafnarfjarðarkirkju.
Bylgja Dís, æskulýðsfulltrúi, flytur sumarkveðju og barna- og unglingakórar Hafnarfjarðarkirkju syngja nokkur lög undir stjórn Helgu Loftsdóttur.
Fylgist með!
Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar 🌼
Skráning í fermingarstarfið veturinn 2021 – 2022 fer fram hér á síðunni undir: ATHAFNIR – FERMING.
Fermingardagar vorið 2022:
3. apríl kl 11, sunnudagur
10. apríl kl 11, pálmasunnudagur
14. apríl kl 11, skírdagur
24. apríl kl 11, sunnudagur
22. maí kl 11, sunnudagur
Sunnudagur 9. maí 2021
Aðalsafnaðarfundur verður haldinn eftir innsetningarmessu sr. Jónínu Ólafsdóttur
(sem hefst kl. 11:00) í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju
Dagskrá :
Hefðbundin aðalfundarstörf
Sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju
Verið hjartanlega velkomin í sunnudagaskóla Hafnarfjarðarkirkju kl. 11, 25. apríl. Gætt er að sóttvarnarreglum og fjöldi gesta því takmarkaður.
Gestir sunnudagaskólans beðnir um að ganga inn um safnaðarheimilið 🕊
Verið hjartanlega velkomin í sunnudagaskóla Hafnarfjarðarkirkju kl. 11, 18. apríl. Gætt er að sóttvarnarreglum og fjöldi gesta því takmarkaður.
Fermingar fara fram í kirkjunni og því eru gestir sunnudagaskólans beðnir um að ganga inn um safnaðarheimilið 🕊
Vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við fjölgun Covid-19 smita í þjóðfélaginu, hefur framhalds-aðalfundi Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju verið frestað til þriðjudagsins 20. apríl og verður haldinn kl. 19 í Odda í safnaðarheimili kirkjunnar.
Dagskrá:
Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum félagsins.
Kosning formanns og kosning stjórnar.
Önnur mál.
Áhugasamar konur eru hjartanlega velkomnar á fundinn.
https://youtu.be/gbRBja0qgWg
Sr. Jónína Ólafsdóttir, sr. Jón Helgi Þórarinsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson og Þórunn Vala Valdimarsdóttir annast stundina.
Páskahelgihald í Hafnarfjarðarkirkju
Vegna sóttvarnarreglna verður helgihald yfir páska með breyttu sniði í Hafnarfjarðarkirkju.
Föstudagurinn langi
Kyrrðarstund kl. 11 í Hafnarfjarðarkirkju.
Lesið úr píslarsögunni og passíusálmum. Bænagjörð og sálmar sungnir. Hámarskfjöldi 25 manns. Gímuskylda.
Páskadagur
Páskakveðja frá Hafnarfjarðarkirkju send út kl. 08.00 á facebooksíðu og heimasíðu kirkjar.
Almenn páskamessa fellur niður vegna samkomutakmarkana.
Guðsþjónustur sem vera áttu á pálmasunnudag og skírdag falla niður.
Söngur passíusálma sem vera átti á skírdag og föstudaginn langa falla einnig niður.
Hádegistónleikum sem áttu að vera í dymbilviku falla niður vegna hertra samkomureglna.
Hádegistónleikar verða í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 30. mars kl.12:15-12:45. Guðný Einarsdóttir, organisti Háteigskirkju, leikur íhugunarverk í dymbilviku á bæði orgel kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin. Aðgangur ókeypis.
ATH. FARIÐ ER EFTIR ÖLLUM SÓTTVARNAREGLUM OG MEÐAL ÞEIRRA ER GRÍMUSKYLDA Á TÓNLEIKUNUM
—-
EFNISSKRÁ
Nadia Boulanger (1887 – 1979)
Úr Trois improvisations
I Prélude
II Petit canon
Bára Grímsdóttir (1960 – )
Úr verkinu Englar á sveimi
I Undir verndarvæng
Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður að englar þeirra á himnum njóta jafnan návistar míns himneska föður. (Matt. 18.10)
II Ég krýp
Hann féll á kné, baðst fyrir og sagði: ”Faðir, ef þú vilt, þá tak þennan kaleik frá mér! En verði þó ekki minn heldur þinn vilji.” Þá birtist honum engill af himni sem styrkti hann. (Lúk. 22.41-43)
Guðný Einarsdóttir (1978 – )
Tvær hugleiðingar um íslensk passíusálmalög
I Bænin má aldrei bresta þig
Byggt á raddsetningu eftir Þorkel Sigurbjörnsson (1938 – 2013)
II Víst ertu Jesús kóngur klár
Arvo Pärt (1935 – )
Pari intervallo
Ef við lifum, lifum við Drottni, ef við deyjum, deyjum við Drottni. (Róm. 14.8)
Nú eru páskar og vorið framundan og það þýðir það að fermingarfræðslu vetrarins er að ljúka. Síðustu einkaviðtöl fermingarbarnanna er í dag og fyrsta fermingin fer fram á pálmasunnudag.
Þó að fræðslan hafi verið með óhefðbundnu sniði var hún ánægjuleg. Hópurinn fór í Vatnaskóg, tók þátt í æskulýðsmessu, fermingarhátíð, fór í leiki, fékk fjarkennslu auk kennslu með hefðbundnum hætti svo fátt eitt sé nefnt. Enda er markmiðið að fræðslan sé fjölbreytt, skemmtileg og gangleg.
Í viðtölunum fáum við að heyra að fermingarbörnunum fannst þessi tími bæði skemmtilegur og fræðandi og að það er þeim hjartans mál að fermast.
Meðfylgjandi mynd er frá þeim fermingartíma þegar Kahoot-spurningarkeppni fór fram og páskaeggin voru í vinning.
Við fermingarfræðarar og prestar þökkum fyrir ánægjulegan vetur!
Jón Helgi, Jónína, Hjördís Rós og Bylgja Dís.
Krakkarnir í tíu til tólf ára starfinu tóku þátt í móti fyrir TTT á höfuðborgasvæðinu síðastliðna helgi.
Tæplega 80 börn tóku þátt í mótinu.
Á dagskrá var ratleikur, brennóbolti, kvöldvaka, föndur, Just dans o.fl o.fl.
Mótið heppnaðist vel í alla staði og börnin voru alsæl.
Barna- og unglingakórar kirkjunnar tók þátt á Barnakóramóti Hafnarfjarðar síðastliðin laugardag. Barnakórinn söng á tónleikum kl. 12:30 og unglingakórinn kl. 16:00. Báðum tónleikunum var streymt.
Sunnudagaskólinn í Hafnarfjarðarkirkju 🧡💛💚💙💜🖤🤍
Kl. 11 á sunnudagsmorgnum.
Sunnudagaskólinn er í Vonarhöfn (safnaðarheimilinu) á meðan guðsþjónusta er í kirkjunni.
Söngur – Sögur – Leikir – Bænir – Gleði – Undrun – Brúðuleikhús
Verum öll ❤ – lega velkomin
Messa á boðunardegi Maríu. Sunnudaginn 21. mars kl. 11 í Hafnarfjarðarkirkju.
Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja.
Grímuskylda fullorðinna og skrá þarf nöfn og síma kirkjugesta.
Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu.
Verum öll hjartanlega velkomin.
Sunnudagaskólinn í Hafnarfjarðarkirkju 🧡💛💚💙💜🖤🤍
Kl. 11 á sunnudagsmorgnum.
Sunnudagaskólinn verður í Vonarhöfn (safnaðarheimilinu) á meðan guðsþjónusta er í kirkjunni.
Söngur – Sögur – Leikir – Bænir – Gleði – Undrun – Brúðuleikhús
Verum öll ❤ – lega velkomin
Sr. Jónína Ólafsdóttir, nýr sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, þjónar í messu 14. mars kl. 11. Guðmundur Sigursson organisti og félagar úr Barbörukórnum sjá um tónlistina.
Hugað verður að sóttvörnum og grímuskylda er í messunni.
Hér má sjá myndband þar sem Jónína fer með bæn: https://www.youtube.com/watch?v=kpxIen_LQfU&t=8s
Verðið hjartanlega velkomin.
TTT er kirkjustarf fyrir tíu til tólf ára krakka á fimmtudögum kl. 15.45-17.00. Starfið fer fram í safnaðarheimili kirkjunnar.
Umsjón með starfinu hefur Bylgja Dís æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðarkirkju ásamt fleirum.
Verið velkomin.
Sunnudagaskólinn í Hafnarfjarðarkirkju 🧡💛💚💙💜🖤🤍
Kl. 11 á sunnudagsmorgnum.
Sunnudagaskólinn verður í Vonarhöfn (safnaðarheimilinu) á meðan á Æskulýðsmessu stendur í kirkjunni.
Söngur – Sögur – Leikir – Bænir – Gleði – Undrun – Brúðuleikhús
Verum öll ❤ – lega velkomin
Guðsþjónusta kl 11 á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar.
Fjölbreytt dagskrá fyrir börn sem fullorðna. Barna- og unglingakórar kirkjunnar syngja og fermingarbörn lesa. Sr Jónína Ólafsdóttir boðin velkomin sem nýr sóknarprestur og leiðir hún stundina ásamt Jóni Helga, Bylgju Dís, Helgu og Guðmundi.
Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu.
Vegna sóttvarnarreglna þarf að skrá við kirkjudyr nöfn og kt allra þeirra sem eru fæddir 2006 og síðar.
TTT er kirkjustarf fyrir tíu til tólf ára krakka á fimmtudögum kl. 15.45-17.00. Starfið fer fram í safnaðarheimili kirkjunnar.
Umsjón með starfinu hefur Bylgja Dís æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðarkirkju ásamt fleirum.
Verið velkomin.
Guðsþjónusta kl. 11:00. Stefán Már Gunnlaugsson þjónar fyrir altari og prédikar og félagar úr Barbörukórnum syngja undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar. Sunnudagaskólinn á sama tíma í Vonarhöfn í umsjón Bylgju Dís Gunnarsdóttur.
Við gætum að gildandi sóttvarnarreglum, m.a. grímuskyldu fyrir fullorðna.
Verið velkomin.
Sunnudagaskólinn í Hafnarfjarðarkirkju 🧡💛💚💙💜🖤🤍
Kl. 11 á sunnudagsmorgnum.
Söngur – Sögur – Leikir – Bænir – Gleði – Undrun – Brúðuleikhús
Verum öll ❤ – lega velkomin
TTT er kirkjustarf fyrir tíu til tólf ára krakka á fimmtudögum kl. 15.45-17.00. Starfið fer fram í safnaðarheimili kirkjunnar.
Umsjón með starfinu hefur Bylgja Dís æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðarkirkju ásamt fleirum. 25. febrúar verður bíó og popp.
Verið velkomin.
Sunnudagaskólinn í Hafnarfjarðarkirkju er hafinn að nýju. Við byrjum kl. 11.
Leikir – Sögur – Söngur – Gleði 🌞🐦🌼
Vinsamlegast gangið inn í safnaðarheimilið en ekki kirkjuna.
Verum öll hjartanlega velkomin 🥰🤩🥰
Hugað verður vel að sóttvarnarreglum.
Guðsþjónusta kl 11. Sr Sighvatur Karlsson leiðir stundina í kirkjunni. Organisti Guðmundur Sigurðsson og félagar í Barbörukórnum syngja.
Við gætum að gildandi sóttvarnarreglum, m.a. grímuskyldu fyrir fullorðna.
Verið velkomin.
TTT er kirkjustarf fyrir tíu til tólf ára krakka á fimmtudögum kl. 15.45-17.00. Starfið fer fram í safnaðarheimili kirkjunnar.
Umsjón með starfinu hefur Bylgja Dís æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðarkirkju ásamt fleirum. 18. febrúar verður Karamelluspurningarkeppni á dagskrá. Krakkarnir mega mæta í búningum.
Verið velkomin.
Hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. febrúar kl.12:15-12:45.
Tómas Guðni Eggertsson, organisti Seljakirkju, leikur á bæði orgel kirkjunnar.
Verið hjartanlega velkomin. Aðgangur ókeypis.
Minnt er á sóttvarnareglur og grímuskyldu á tónleikunum.
EFNISSKRÁ
Dietrich Buxtehude (1637/39-1707): Passacaglia í d-moll BuxWV 161
Johann Sebastian Bach (1685-1750): Jesu, meine Freude BWV 610
Johann Sebastian Bach (1685-1750): Ich ruf zu dir,Herr Jesu Christ BWV 639
Cesar Franck (1822-1890): Kórall nr. 3 í a-moll
Guðsþjónusta kl 11. Sr. Jón Helgi Þórarinsson þjónar, Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel og Þórunn Vala Valdimarsdóttir syngur. Gætum að sóttvarnarreglum, s.s. grímuskyldu fullorðinna og tveggja metrar reglunni. Ekki verður boðið upp á kaffisopa eftir stundirnar. Verið velkomin, hlökkum til að sjá ykkur.
TTT er kirkjustarf fyrir tíu til tólf ára krakka á fimmtudögum kl. 15.45-17.00. Starfið fer fram í safnaðarheimili kirkjunnar.
Umsjón með starfinu hefur Bylgja Dís æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðarkirkju ásamt fleirum. 11. febrúar verður Öskudagsföndur á dagskrá.
Verið velkomin.
Sunnudagaskólinn í Hafnarfjarðarkirkju hefst 14. febrúar kl. 11.
Leikir – Sögur – Gleði 🌞🐦🌼
Vinsamlegast gangið inn í safnaðarheimilið en ekki kirkjuna.
Verum öll hjartanlega velkomin 🥰🤩🥰
Hugað verður vel að sóttvarnarreglum.
Sunnudagur 7 febrúar. Orgelandakt við kertaljós kl. 11.00
Sr Sighvatur Karlsson þjónar og Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel Minnt er á fjöldatakmarkanir og grímuskyldu fyrir 16 ára og eldri.
Umsóknarfrestur um Hafnarfjarðarprestakall, Kjalarnessprófastsdæmi, rann út 9. nóvember s.l.
Auglýst var eftir sóknarpresti til þjónustu og miðað við að viðkomandi gæti hafið störf 1. desember eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að ákvörðunum um ráðningu lægi fyrir.
Kjörnefnd kaus nú í vikunni sr. Jónínu Ólafsdóttur, prest á Akranesi, til starfans og hefur starfandi biskup Íslands, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, staðfest ráðningu hennar.
Bréf hefur verið sent til foreldra / forráðamanna fermingarbarna með upplýsingum um hvenær fermingarbörnin eiga að mæta. Kirkjuvörður veitir einnig nánari upplýsingar.
Nýjar sóttvarnarreglur um skólastasrf og annað starf með börnum og unglingum tóku gildi 1. janúar 2021. Þær gera okkur kleift að kalla saman stærri hópa en fyrir áramót. Kórastarf, fermingarstarf og TTT hefst 5. janúar. Nýjar almennar sóttvarnarreglur taka gildi 12. janúar og þá kemur í ljós hvort að hgæt verði að hefja helgihald að nýju. Við fylgjum í hvívetna öllum reglum um sóttvarnir til að standa vörð um þann góða árangur sem náðst hefurí baráttunni við Covid faraldurinn.
Horfðu á aftansönginn með því að smella á slóðina á feisbókarsíðunni hér til hægri.
Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Forsöngvari í Hátíðasöng sr. Bjarna Þorsteinssonar er Þórunn Vala Valdimarsdóttir. Félagar í Barbörukórnum syngja. Þórunn Vala Valdimarsdóttir, Rakel Edda Guðmundsdóttir, Elín Dröfn Stefánsdóttir, Marteinn Snævarr Sigurðsson, Hugi Jónsson, Kristján Karl Bragason.
Horfðu á aftansönginn með því að smella á slóðina á feisbókarsíðunni hér til hægri.
Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Forsöngvari í Hátíðasöng sr. Bjarna Þorsteinssonar er Þórunn Vala Valdimarsdóttir. Félagar í Barbörukórnum syngja. Þórunn Vala Valdimarsdóttir, Rakel Edda Guðmundsdóttir, Elín Dröfn Stefánsdóttir, Marteinn Snævarr Sigurðsson, Hugi Jónsson, Kristján Karl Bragason.