
Sunnudagaskóli í vetrarfríinu
Velkomin í sunnudagaskólagleði í vetrarfríinu, 25. febrúar kl. 11:00.
Velkomin í sunnudagaskólagleði í vetrarfríinu, 25. febrúar kl. 11:00.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kom í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og skoðaði í rólegheitum sýninguna um sjóslysin sem urðu í byrjun árs 1959 undir leiðsögn Egils Þórðarsonar og Þorvalds Karls Helgasonar.
Aðalfundur Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju verður haldinn þriðjudaginn 27. febrúar 2024 kl. 19:00 í Odda, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
Konudagsmessa kl. 11:00.
Prestur: Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir.
Organisti: Kári Þormar.
Félagar úr Barbörukórnum syngja.
Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimili.
Aðalfundur Hafnarfjarðarsóknar verður haldinn fyrir kvöldmessu þann 3. mars næstkomandi kl. 18:00. Hefðbundin aðalfundarstörf. Verið hjartanlega velkomin. Sóknarnefnd.
Pétur Nói Stefánsson, organisti, mun leika hrífandi tónlist á bæði orgel kirkjunnar þann 27. febrúar kl. 12:00. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.
Messa þann 18. febrúar kl. 11:00 í Hafnarfjaðrarkirkju og sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sma tíma. Verið velkomin.
Nú er opið fyrir skráningar í fermingarfræðslu Hafnarfjarðarkirkju 2024-2025. Nánari upplýsingar um fræðsluna og um fermingardaga má finna hér.
Þann 11. febrúar kl. 11:00 verður minningarguðsþjónusta í Hafnarfjaðrarkirkju vegna fjögurra sjóslysa sem áttu sér stað í byrjun árs 1959. Sýning opnuð í safnaðarheimili að guðsþjónustu lokinni. Sunnudagaskóli í safnaðarheimili á sama tíma.
Þann 4. febrúar er sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldmessa kl. 20:00 þar sem Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju syngur.
Fermingardagar 2025 í Hafnarfjarðarkirkju hafa verið settir niður. Skráning í fermingarfræðslu 2024-2025 opnar bráðlega.
Kirkjubrall verður í Hafnarfjarðarkirkju þann 28. janúar kl. 11:00. Samverustund fyrir alla fjölskylduna. Föndur, leikir, Barnakórinn syngur og matur á eftir.
Skálholtsbiskup, sr. Kristján Björnsson, vísiterar í messu þann 21. janúar kl. 11:00.
Sunnudagaskóli á sama tíma.
Eldriborgarasamverur hefjast á nýju ári þann 9. janúar og verða eins og áður á þriðjudögum kl. 12:00-14:00. Hér er dagskrá janúarmánaðar.
Við í sunnudagaskóla Hafnarfjarðarkirkju hlökkum til að sjá ykkur aftur á nýju ári. Við erum enn í jólafríi þann 7. janúar en byrjum á ný úthvíld og með blik í auga þann 14. janúar kl. 11:00. Verið hjartanlega og innilega velkomin 🫶🫶🫶
Á fyrsta sunnudegi eftir þrettánda, 7. janúar, kveðjum við jólin kl. 11:00.
Foreldramorgnar eru nú komnir í jólafrí sem og eldriborgarasamverur. Sunnudagaskólinn verður í fríi 17. desember en verður í fullu fjöri kl. 11 þann 24. desember 🎄
Hér eru upplýsingar um helgihaldið um jól og áramót. Verið hjartanlega velkomin og gleðilega jólahátíð.
Hér eru upplýsingar um helgihaldið á aðventu. Verið hjartanlega velkomin og njótið aðventunnar.
Fyrsta í aðventu þann 3. desember kl. 11:00 verður messa og sunnudagaskóli í Hafnarfjarðarkirkju. Skátar bera inn friðarlogann frá Betlehem.
Þjóðbúningamessa verður 26. nóvember kl.11. Sunnudagaskóli á sama tíma.
Verið hjartanlega velkomin.
Messa með altarisgöngu þann 19. nóvember kl.11. Sunnudagaskóli á sama tíma.
Verið hjartanlega velkomin.
Hugljúf Taizemessa kl. 11 og sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu.
Verið hjartanlega velkomin.
Tvær stundir verða í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudaginn 5. nóvember. Fjölskyldustund kl. 11 og Allra heilagra messa kl. 20. Verið hjartanlega velkomin.
Messa og listasmiðja sunnudaginn 29. október kl. 11. Eftir sunnudagaskóla og messu er börnum og unglingum boðið í listasmiðju sem Sara Vilbergsdóttir myndlistarkennari leiðir.
Kyrrðardagur í Hafnarfjarðarkirkju 11. nóvember kl. 9-15.
Kyrrðarbæn, íhugun, léttar yogaæfingar og djúpslökun.
Skráning og nánari upplýsingar: bylgja@hafnarfjardarkirkja.is
NÁMSKEIÐ Í KYRRÐARBÆN.
Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi ásamt Víðistaðakirkju og Hafnarfjarðarkirkju bjóða upp á námskeið um Kyrrðarbæn í Víðistaðakirkju.
Í messu sunnudagsins 22. október kl. 11:00, flytur Jónína Steiney Steingrímsdóttir hugvekju.
Boðið verður upp á ilmolíublessun í messunni og kaffi og meðlæti á eftir.
Sunnudagaskóli á sama tíma.
Verið öll hjartanlega velkomin 🌞🫶💒
Kvöldmessa kl. 20:00.
Bergmál, ungmennakór Hafnarfjarðarkirkju, syngur.
Sunnudagaskóli kl. 11:00
Uppskerumessa kl. 11:00. Kvenfélagskonur selja grænmeti til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar á eftir messu. Sunnudagaskóli á sama tíma. Verið hjartanlega velkomin.
Listafjör hefst 10. október kl. 15:00.
Skráning: bylgja@hafnarfjarðarkirkja.is
Kyrrðarbænastundir í Víðistaðakirkju hefjast að nýju fimmtudaginn 5. október kl. 17:30.
Fjölskyldumessa kl. 11:00. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Föndur og léttar veitingar eftir messu. Verið öll hjartanlega velkomin.
Þann 24. september kl. 11 verður messa og fermingarafmælishátíð.
Sunnudagaskóli verður á sama tíma í safnaðarheimilinu.
Eldriborgarasamverur hefjast á ný eftir sumarfrí, þriðjudaginn 12. september kl. 12:00. Hér má sjá þá gesti sem framundan eru.
Sunnudaginn 10. september kl. 11 verður messa þar sem fermingarbörnin taka þátt á fjölbreyttan hátt. Sunnudagaskóli á sama tíma.
Hér má finna upplýsingar um starfsemi Barna- og unglingakórs og hér er einnig hægt að skrá í kórana.
Sunnudagaskólinn hefst á ný eftir sumarfrí þann 3. september kl. 11 í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
Verið öll hjartanlega velkomin.
Margt verður um að vera í Hafnarfjarðarsókn sunnudaginn 3. september: Messa kl. 11 í Hafnarfjarðarkirkju, Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11 og messa í Krýsuvíkurkirkju kl. 14.