Allra heilagra messa

Allra heilagra messa

Verið hjartanlega velkomin til Allra heilagra messu þar sem við minnumst látinna ástvina m.a. með því að tendra ljós.
 
Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir verður boðin sérstaklega velkomin en þetta er fyrsta messa Þuríðar eftir að hún var ráðin sem prestur við Hafnarfjarðarkirkju. Með sr. Þuríði þjóna einnig sr. Jónína Ólafsdóttir sóknarprestur og sr. Sighvatur Karlsson prestur.
 
Tónlistin tjáir það sem orð ná ekki yfir og við í Hafnarfjarðarkirkju eigum einstakt tónlistarfólk í Kára Þormar organista og Barbörukórnum sem mun syngja undir hans stjórn.
 
Við bjóðum sérstaklega velkomin þau sem vilja minnast látins ástvinar.
 
Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma.
Scroll to Top