Hádegistónleikar í dymbilviku

Hádegistónleikar verða í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 30. mars kl.12:15-12:45.  
 Guðný Einarsdóttir, organisti Háteigskirkju, leikur íhugunarverk í dymbilviku 
á bæði orgel kirkjunnar.  Verið hjartanlega velkomin. Aðgangur ókeypis.  

ATH. FARIÐ ER EFTIR ÖLLUM SÓTTVARNAREGLUM OG MEÐAL 
ÞEIRRA ER GRÍMUSKYLDA Á TÓNLEIKUNUM

—-
EFNISSKRÁ
Nadia Boulanger (1887 – 1979)

            Úr Trois improvisations

I Prélude

II Petit canon

Bára Grímsdóttir (1960 – )

            Úr verkinu Englar á sveimi

I Undir verndarvæng

Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður að englar þeirra 

á himnum njóta jafnan návistar míns himneska föður. (Matt. 18.10)

II Ég krýp

Hann féll á kné, baðst fyrir og sagði: ”Faðir, ef þú vilt, þá tak þennan kaleik frá mér! 

En verði þó ekki minn heldur þinn vilji.” Þá birtist honum engill af himni sem styrkti hann. (Lúk. 22.41-43)

Guðný Einarsdóttir (1978 – )

Tvær hugleiðingar um íslensk passíusálmalög           

I Bænin má aldrei bresta þig

            Byggt á raddsetningu eftir Þorkel Sigurbjörnsson (1938 – 2013)

            II Víst ertu Jesús kóngur klár

Arvo Pärt (1935 – )

            Pari intervallo

              Ef við lifum, lifum við Drottni, ef við deyjum, deyjum við Drottni. (Róm. 14.8)

          

 

Hafnarfjarðarkirkja

Til staðar fyrir íbúa Hafnarfjarðar í blíðu og stríðu í yfir 100 ár.

Nýjustu færslurnar

Fylgstu með á Facebook

Scroll to Top