bylgj_adm43

Starf fyrir tíu til tólf ára krakka

TTT er kirkjustarf fyrir tíu til tólf ára krakka á fimmtudögum kl. 15.45-17.00. Starfið fer fram í safnaðarheimili kirkjunnar.
Umsjón með starfinu hefur Bylgja Dís æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðarkirkju ásamt fleirum. 11. febrúar verður Öskudagsföndur á dagskrá.
Verið velkomin.

Velkomin í sunnudagaskólann

Sunnudagaskólinn í Hafnarfjarðarkirkju hefst 14. febrúar kl. 11.
Leikir – Sögur – Gleði 🌞🐦🌼
Vinsamlegast gangið inn í safnaðarheimilið en ekki kirkjuna.
Verum öll hjartanlega velkomin 🥰🤩🥰
Hugað verður vel að sóttvarnarreglum.

Myndlistarsamkeppni

Við hvetjum fólk á öllum aldri að taka þátt í myndlistarsamkeppni byggða á jólaguðspjallinu.

Útfararþjónusta kirkjunnar

Þann 1. nóvember, á allra heilagra messu, var opnuð heimasíðan www.utforikirkju.is sem Kjalarnessprófastsdæmi hefur verið að vinna að síðastliðið ár í samstarfi við fjölmarga aðila, m.a. presta, djákna og organista prófastsdæmsins.
Á heimasíðunni er að finna upplýsingar um flest sem viðkemur útför í kirkju og þjónustu kirkjunnar. Yfirlit yfir hvað þarf að huga í undirbúningi útfarar ásamt umfjöllun um hvað er útför, tilgang sálma og tónlistar, börn og útför, sálgæslu kirkjunnar og hvar er hægt að sækja sér styrk og aðstoð. Efninu er ætlað að auðvelda fólki undirbúning útfarar og fræða um útfararsiði kirkjunnar.

Hrekkjavökuþraut Hafnarfjarðarkirkju

Um helgina bjóðum við í Hafnarfjarðarkirkju upp á Hrekkjavökuþraut.
Dregið verður úr réttum svörum á þriðjudaginn og vinningshafar fá hrikalega og óhuggulega gott sælgæti í verðlaun.
Þrautin er komin upp og allir mega taka þátt!

Breytingar á safnaðarstarfi út október

Breytingar eru á safnaðarstarfi í Hafnarfjarðarkirkju vegna hertra aðgerða í samfélaginu. Hafnarfjarðarkirkja hefur ákveðið samkvæmt tilmælum yfirvalda og biskups að guðþjónustur og allt starf fyrir fullorðna falli niður í október. Æskulýðsstarf s.s. sunnudagaskóli, TTT og fermingarfræðsla fellur niður út október og verður tekið til endurskoðunar þá. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með á heimasíðu okkar og á facebook – síðu en þar verður tilkynnt þegar starfið hefst að nýju. Blessunaróskir. Við erum öll almannavarnir.

Helgistundir og sunnudagskóli

Þar sem helgistundir og sunnudagskóli liggja niðri hjá okkur eins og er viljum við benda á að við birtum reglulega rafrænar stundir á facebooksíðunni okkar.

Tímamót hjá Hafnarfjarðarkirkju

Þjóðkirkjan – Biskupsstofa leitar að jákvæðum, framsýnum, og skipulögðum leiðtoga til þjónustu við Hafnarfjarðarprestakall.
Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á málefnum þjóðkirkjunnar og vera tilbúinn til að leiða gróskumikið safnaðarstarf í Hafnarfjarðarprestakalli. Framúrskarandi samskiptahæfileikar og skilningur á mikilvægi góðrar þjónustu eru lykilatriði.
Um er að ræða áhugavert og krefjandi starf í skemmtilegu umhverfi.

Fjölbreytt efni á netinu

Bendum á þessa frábæru síðu en þar má ná sér í efni til að rækta andann.
Amen.is býður þér að taka þátt í og upplifa fjölbreytt kristið bænahald. Hvort sem þú vilt hvíla í náð og kyrrð, vera með í tíðasöng eða biðja með börnunum þínum eða barnabörnum, þá getur Amen.is hjálpað.

Breytingar á safnaðarstarfi

Breytingar eru á safnaðarstarfi í Hafnarfjarðarkirkju vegna hertra aðgerða í samfélaginu. Hafnarfjarðarkirkja hefur ákveðið samkvæmt tilmælum yfirvalda og biskups að guðþjónustur og allt starf fyrir fullorðna falli niður í október. Æskulýðsstarf s.s. sunnudagaskóli, TTT og fermingarfræðsla fellur niður til 19. október og verður tekið til endurskoðunar þá. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með á heimasíðu okkar og á facebook – síðu en þar verður tilkynnt þegar starfið hefst að nýju. Blessunaróskir. Við erum öll almannavarnir.

Scroll to Top