Vorhátíð 8. maí

Næstkomandi sunnudag, 8. maí kl. 11, fögnum við vorinu og vináttunni!
Barnakór Hafnarfjarðarkirkju mun syngja lög um vináttuna, við heyrum sögu um vináttuna og förum svo í allskyns leiki í vonandi góðu vorveðri.
Það verða leikfangabátar á tjörninni, sápukúlur, hoppukastali, grillaðar pylsur og andlistmálun!
Brynhildur Auðbjargardóttir stjórnar Barnakór Hafnarfjarðarkirkju. Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar ásamt Bylgja Dís Gunnarsdóttur, æskulýðsfulltrúa. Guðmundur Siguðrsson spilar á píanó.
Verið hjartanlega velkomin.
Scroll to Top