Tímamót hjá Hafnarfjarðarkirkju

 

Þjóðkirkjan – Biskupsstofa leitar að jákvæðum, framsýnum, og skipulögðum leiðtoga til þjónustu við Hafnarfjarðarprestakall.

Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á málefnum þjóðkirkjunnar og vera tilbúinn til að leiða gróskumikið safnaðarstarf í Hafnarfjarðarprestakalli. Framúrskarandi samskiptahæfileikar og skilningur á mikilvægi góðrar þjónustu eru lykilatriði.

Um er að ræða áhugavert og krefjandi starf í skemmtilegu umhverfi. Í Hafnarfjarðarprestakalli starfa alls 7 einstaklingar, sóknarprestur auk 6 annarra.

Starfssvið:             

  • Mótar stefnu og framtíðarsýn kirkjunnar í samvinnu við sóknarnefnd og ber ábyrgð á að framfylgja
  • Frumkvæði að fjölbreyttu helgihaldi og annarri þjónustu
  • Stuðlar að traustu samstarfi, samskiptum og upplýsingagjöf við sóknarnefnd.
  • Byggir upp sterka liðsheild á meðal starfsfólks prestakallsins.
  • Leitar tækifæra til að auka fjölbreytni í starfi sóknarinnar og skapa tengingar við nærsamfélagið.
  • Þátttaka í að efla starf innan sóknarinnar svo sem barna- og unglingastarf, sálgæslu og aðra þjónustu fyrir nærsamfélagið.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Embættispróf frá guðfræðideild Háskóla Íslands eða frá viðurkenndri guðfræðideild eða guðfræðiskóla. Biskup Íslands leitar umsagnar guðfræðideildar Háskóla Íslands um hið síðarnefnda.
  • Önnur almenn skilyrði til ráðningar í prestsstarf 38. gr. laga nr. 78/1997, sbr. lög nr. 153/2019.
  • Reynsla af því að leiða hóp og skapa sterka liðsheild.
  • Vilji til að þjóna og mætir fólki af skilningi og virðingu.
  • Hæfileiki til að tjá sig í ræðu og riti á áhugaverðan og sannfærandi hátt.
  • Áhugi á starfi og uppbyggingu Þjóðkirkjunnar.
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
  • Vilji til að mynda tengsl og vera virkur í hafnfirska samfélaginu.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í
  • Innsýn og áhugi á ólíkum samskiptamiðlum.

    Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 9. nóvember. Nánari upplýsingar gefur sr. Þórhildur Ólafs í síma 6948655, Magnús Gunnarsson, formaður sóknarnefndar, s 6658910 og Biskupsstofa, s. 5284000 eða mannaudur@biskup.is. Sækja ber rafrænt um starfið á vef kirkjunnar, www.kirkjan.is, og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.

Scroll to Top