Eldri borgarasamverur

Stundirnar eru á þriðjudögum og hefjast með kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.00.

Að lokinni kyrrðarstund er gengið til léttrar hádegissamveru en að henni lokinni hefst skipulögð dagskrá í Hásölum fyrir eldriborgara. Í lok hvers mánaðar verður kyrrðarstundin í formi orgeltónleika.

Umsjón með samverunum hafa sr. Sigurður Kr. Sigurðsson og Kristín Jóhannesdóttir organisti.

Hér er dagskráin fram að jólum:

22. nóvember – Kynning á nýju sálmabókinni.

29. nóvember – Orgeltónleikar í kirkjunni og á eftir leiðir sr. Jónína Ólafsdóttir inn í aðventuna.

6. desember – Bráðum koma jólin!

13. desember – Jólalög með Barna og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju.

Eldri borgarastarfið hefst aftur þann 10. janúar á nýjárinu.

Verið öll hjartanlega velkomin!


Scroll to Top