Sumarmessa í Garðakirkju 7. ágúst

Sumarmessur eru samstarfsverkefni kirknanna í Hafnarfirði, Álftanesi og Garðabæ.
Sunnudaginn 7. ágúst kl. 11 þjónar sr. Sighvatur Karlsson fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson organisti spilar á orgel og Þórunn Vala Valdimarsdóttir leiðir söng. Eftir messu er boðið upp á kaffi og Reynir Jónasson harmónikkuleikari leikur undir fjöldasöng.
Messunni verður einnig streymt.
Verið hjartanlega velkomin.

Scroll to Top