Skráning í fermingarfræðslu hafin

Nú eru spennandi tímamót framundan hjá krökkum sem eru fædd 2008!

Jónína, Jón Helgi og Bylgja Dís hlakka til þess að taka á móti ykkur sem ætlið að fermast í Hafnarfjarðarkirkju vorið 2021. Skráningin og val á fermingardögum stendur yfir á https://hafnarfjardarkirkja.is/ferming/

Öll börn í árgangi 2008 eru velkomin í fermingarstarf Hafnarfjarðarkirkju óháð skráningu í trúfélag.

Við förum í Vatnaskóg, Kahoot, fjöruga leiki og stöndum fyrir spennandi viðburðum.

Verður þú með? Þitt er valið!

Áhersla er lögð á fjölbreytta, persónulega og skemmtilega fræðslu þar sem leikur, upplifun og samtal fer fram m.a. um trú, lífsskoðanir, sjálfsmynd, tilfinningar, siðferði, hamingju, mannréttindi og umhverfisvitund.

Markmiðið er að efla og styrkja jákvæða sjálfsmynd í samfélagi við aðra.

Við leggjum áherslu á að eiga gott samstarf við foreldra og bjóðum upp á samverustundir fyrir alla fjölskylduna þar sem færi gefst á að kynnast kristinni trú, kirkjunni, starfsemi hennar og starfsfólki.

Scroll to Top