Nýjungar í starfi Hafnarfjarðarkirkju

Í vikunni hefjast nýjIr dagskrárliðir í starfi Hafnarfjarðarkirkju.

KYRRÐ OG FYRIRBÆN Í HÁDEGINU HEFST 5. OKTÓBER OG KVÖLDKIRKJA HAFNARFJARÐARKIRKJU HEFST 6. OKTÓBER

Hádegisstundir verða á þriðjudögum kl. 12 í Hafnarfjarðarkirkju í vetur. Byrjað er inni í kirkju þar sem hægt er að skrá fyrirbænir í bók og kveikja á bænaljósi. Eftir það er léttur hádegismatur í safnaðarheimili fyrir þá sem vilja. Stundirnar hefjast 5. október og eru öllum opnar.


Kvöldkirkja Hafnarfjarðarkirkju hefst miðvikudaginn 6. október og verður vikulega á dagskrá í vetur. Kirkjan verður opin gestum frá kl. 17.30-18.30.

Hafnarfjarðarkirkja

Til staðar fyrir íbúa Hafnarfjarðar í blíðu og stríðu í yfir 100 ár.

Nýjustu færslurnar

Fylgstu með á Facebook

Scroll to Top