Aðventan í Hafnarfjarðarkirkju

Á fyrsta í aðventu, 27. nóvember kl. 11, verður kveikt á fyrsta aðventukertinu. Messan verður einnig þjóðleg því hún er í samvinnu við þjóðbúningafélagið Annríki. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar og Kári Þormar sér um tónlistina ásamt Barbörukórnum. Messugestir eru hvattir til að mæta í þjóðbúningum ef þeir eiga þess kost. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu á sama tíma. Þjóðlegar veitingar í messukaffi.

Á annan í aðventu, 4. desember kl. 11, bjóðum við upp á hefðbundna messu en á eftir messunni gefst gestum kostur á að skoða listasýningu 10-12 ára barna sem hafa hittst í safnaðarheimilinu undanfarnar vikur í Listafjöri. Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar og Kári Þormar sér um tónlistina ásamt Barbörukórnum. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu sama tíma.

Á þriðja í aðventu, 11. desember kl. 11, er aðventuhátíð fjölskyldunnar. Barna- og unglingakórinn flytur helgileik og á eftir er jólaball í safnaðarheimilinu og jólasveinn kemur í heimsókn. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar ásamt Rósu Hrönn Árnadóttur. Kórstjórar eru Brynhildur Auðbjargardóttir og Helga Loftsdóttir. Organisti er Kári Þormar.

Á fjórða í aðventu, 18. desember, er Jólavaka kl. 20 um kvöldið. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar og Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur, flytur ræðu. Bergmál, ungmennakór Hafnarfjarðarkirkju syngja jólasöngva ásamt Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Kári Þormar leikur á orgel og píanó. Kertaljós og hátíðleiki.

Njótið aðventunnar og sjáumst í kirkjunni!

Scroll to Top