Kyrrðardagur í Hafnarfjarðarkirkju

Kyrrðardagur í Hafnarfjarðarkirkju 19. nóvember kl. 09:00 – 15:00

Kyrrðardagar veita einstakt tækifæri til að dvelja og endurnærast í mildi og kyrrð.

Boðið verður upp á Kyrrðarbæn, íhugun, léttar jógaæfingar og djúpslökun. Dagurinn mun að mestu leyti fara fram í þögn og þar með borðhald í hádeginu. Dýnur og teppi verða á staðnum.

Þátttakendum gefst tækifæri á að taka þátt í Kyrrðarmessu kl. 11 daginn eftir.

Umsjón með Kyrrðardögum í Hafnarfjarðarkirkju hafa

sr. Aldís Rut Gísladóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir.

Verð: 4.900 kr.

Skráning: https://hafnarfjardarkirkja.skramur.is/input.php?id=4

Takmarkaður fjöldi þátttakanda.

Nánari upplýsingar: aldisrut@hafnarfjardarkirkja.is og bylgja@hafnarfjardarkirkja.is

Scroll to Top