Kyrrð og fyrirbæn

KYRRÐ OG FYRIRBÆN Í HÁDEGINU HEFST 5. OKTÓBER

Hádegisstundir verða á þriðjudögum kl. 12 í Hafnarfjarðarkirkju í vetur. Byrjað er inni í kirkju þar sem hægt er að skrá fyrirbænir í bók og kveikja á bænaljósi. Eftir það er léttur hádegismatur í safnaðarheimili fyrir þá sem vilja. Stundirnar hefjast 5. október og eru öllum opnar.

Síðasta þriðjudag í mánuði býður kirkjan gestum á orgeltónleika kl. 12 og í léttan hádegisverð á eftir.

Verið hjartanlega velkomin.

Scroll to Top