Hrekkjavökuþraut Hafnarfjarðarkirkju

Um helgina bjóðum við í Hafnarfjarðarkirkju upp á Hrekkjavökuþraut.

Búið er að skreyta glugga æskulýðsherbergisins (Vonarhöfn) með allskyns hrekkjavökumyndum og skrauti. Til að komast að gluggunum er best að koma að safnaðarheimilinu frá Suðurgötunni. Um er að ræða einn stóran glugga og tvo glugga við hurðirnar.

Það er tilvalið að fá sér göngutúr þangað. Ef þið viljið hafa þetta draugalegt þá er hægt að fara þegar dimmt er og hafa vasaljós með. Gott líka að hafa blýant og blað til að skrifa svörin á.

Svarið eftirfarandi spurningum og sendið á: bylgja@hafnarfjardarkirkja.is.

  1. Hvað eru margar beinagrindur í gluggunum?
  2. Hvað eru mörg grasker í gluggunum?
  3. Hvað eru margar leðurblökur í gluggunum?
  4. Hvað eru margir draugar í gluggunum?
  5. Gefðu beinagrindunum nöfn.

Dregið verður úr réttum svörum á þriðjudaginn og vinningshafar fá hrikalega og óhuggulega gott sælgæti í verðlaun.

Þrautin er komin upp og allir mega taka þátt!

Scroll to Top