Hinsegin dagar

Í dag, 2. ágúst hefjast Hinsegin dagar á Íslandi. Þjóðkirkjan styður við réttindi hinsegi fólks og berst gegn fordómum og andstöðu gegn þeim hópi. Hér við Hafnarfjarðarkirkju flögguðum við regnbogafánanum í morgun en hann mun standa hér út vikuna.
Verum minnug þess að í kærleika til náungans felst að sérhver manneskja, óháð upprunalandi, kynhneigð, trúarsannfæringu, stétt eða stöðu er jafningi þinn og vinur. Guð okkar kristins mannfólks fer nefnilega ekki í manngreinarálit.
Í dag blaktir regnbogafáninn sem betur fer við kirkjur víða um land og er það mikilvæg ábending þess að kirkjan er fyrir okkur öll. Guð er fyrir okkur öll!
Scroll to Top