Kirkjubrall

Í þetta sinn er Kirkjubrallið miðað við fermingarbörn, krakka úr TTT starfinu, krakka úr barna – og unglingakórunum og börn úr sunnudagaskólanum. Forráðamenn 10 ára barna og yngri eru velkomnir en vegna samkomureglna þurfa eldri börnin að koma ein. Gætt verður að hreinlæti og fjarlægðarmörkum. Gott er að mæta í fötum sem mega verða skítug og taka eina glerkrukku með sér.

Kirkjubrall eða Messy Church er fjölbreytt og skemmtileg samverustund í kirkjunni og safnaðarheimilinu öllu. Í Kirkjubralli er lagt upp úr þátttöku í sköpun, leikjum, borðhaldi og helgihaldi. Tilgangurinn er að eiga gæðastund saman þar sem við öll finnum eitthvað við okkar hæfi. Útgangspunkturinn þann 4. október verður ein helsta bæn kristinna manna sem Jesús kenndi, Faðir vor. Stundinn hefst kl. 11 með bralli í kirkjunni og safnaðarheimilinu, eftir það verður stutt helgistund í kirkjunni þar sem m.a. barna – og unglingakórinn syngur og loks verða grillaðar pylsur.

4. október kl. 11.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Þórhildur, Jón Helgi, Einar Örn, Helga Loftsdóttir, Guðmundur, Bylgja Dís, Helga Magnúsdóttir, Inga Steinunn, Kristrún, Sigríður Ósk o.fl.

(Með fyrirvara í ljósi aðstæðna)

Hafnarfjarðarkirkja

Til staðar fyrir íbúa Hafnarfjarðar í blíðu og stríðu í yfir 100 ár.

Nýjustu færslurnar

Fylgstu með á Facebook

Scroll to Top