Fermingarathafnir vor 2023

Opnað hefur verið fyrir skráningar í fermingarfræðslu og fermingarathafnir vors 2023.

Fermingarfræðslan hefst með námskeiði í lok ágúst. Yfir veturinn hittumst við u.þ.b. mánaðarlega í fræðslu, leikjum og viðburðum.

 

Fermingardagar sem í boði eru í Hafnarfjarðarkirkju vorið 2023:

 

              Pálmasunnudagur 2. apríl kl. 10.30

              Pálmasunnudagur 2. apríl kl. 13.30

              Sunnudagurinn 16. apríl    kl. 10.30

              Sunnudagurinn 16. apríl    kl. 13.30

              Sunnudagurinn 23. apríl    kl. 10.30

              Sunnudagurinn 23. apríl    kl. 13.30

              Sjómannadagurinn 4. júní kl. 13.30

 

 Skráning fer fram hér: 

https://hafnarfjardarkirkja.skramur.is/input.php?id=1


Við leggjum áherslu á fjölbreytta, persónulega og skemmtilega fræðslu þar sem leikur, upplifun og samtal fer fram m.a. um trú, lífsskoðanir, sjálfsmynd, tilfinningar, siðferði, hamingju, mannréttindi og umhverfisvitund.

Markmiðið er að efla og styrkja jákvæða sjálfsmynd í samfélagi við aðra. Við leggjum áherslu á að eiga gott samstarf við foreldra og bjóðum upp á samverustundir fyrir alla fjölskylduna þar sem færi gefst á að kynnast kristinni trú, kirkjunni, starfsemi hennar og starfsfólki.


Nánari upplýsingar veitir fræðslu- og æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðarkirkju, Bylgja Dís Gunnarsdóttir – bylgja@hafnarfjardarkirkja.is


Scroll to Top