Kirkjubrall 15. janúar

Brallað í Hafnarfjarðarkirkju
Sunnudaginn 15. janúar kl. 11 er Kirkjubrall eða Messy Church í Hafnarfjarðarkirkju.
Í Kirkjubralli taka börn og fullorðnir sameiginlega þátt í sköpun, leikjum, borðhaldi og helgihaldi. Tilgangurinn er að fjölskyldan geti átt gæðastund þar sem öll finna eitthvað við sitt hæfi. Fjölskyldur eru allskonar og allar eru velkomnar. Fólk er hvatt til að mæta í fötum sem mega verða skítug 😉
Brallað verður á ýmsum stöðvum í safnaðarheimilinu og í kirkjunni sjálfri. Barnakór Hafnarfjarðarkirkju mun syngja nokkur lög. Verið öll hjartanlega velkomin. Frítt er á viðburðinn.
Sjáumst í Hafnarfjarðarkirkju!

Hafnarfjarðarkirkja

Til staðar fyrir íbúa Hafnarfjarðar í blíðu og stríðu í yfir 100 ár.

Nýjustu færslurnar

Fylgstu með á Facebook

Scroll to Top