Breytingar á safnaðarstarfi út október

Breytingar eru á safnaðarstarfi í Hafnarfjarðarkirkju vegna hertra aðgerða í samfélaginu. Hafnarfjarðarkirkja hefur ákveðið samkvæmt tilmælum yfirvalda og biskups að guðþjónustur og allt starf fyrir fullorðna falli niður í október. Æskulýðsstarf s.s. sunnudagaskóli, TTT og fermingarfræðsla fellur niður út október og verður tekið til endurskoðunar eftir. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með á heimasíðu okkar og á facebook – síðu en þar verður tilkynnt þegar starfið hefst að nýju. 

Blessunaróskir. 

Við erum öll almannavarnir

Scroll to Top