Barbara mær

Barbörukórinn flytur nýja íslenska kórtónlist í bland við klassíska sálma og ættjarðarlög þann 19. júní á Sönghátíð Hafnarborgar. Nú á vordögum hljóðritaði kórinn ný íslensk verk, sem samin voru sérstaklega fyrir kórinn, og verða nú að hluta til flutt á tónleikunum á Sönghátíð í Hafnarborg. Umfjöllunarefni verkanna tengjast öll með einum eða öðrum hætti sambandi manns, náttúru og andlegs lífs í þessu harðbýla landi og endurspegla þau ólíku öfl sem þjóðin hefur sótt í styrk og æðruleysi í gegnum aldirnar – allt frá heiðni til kristni, frá huggun skáldskapar og þjóðsagna til samsemdar með náttúru- og dýralífi landsins.
Efnisskrá
Íslenskt Þjóðlag. Úts. Smári Ólason (1948) Ég byrja reisu mín (Hallgrímur Pétursson)
Auður Guðjohnsen (f.1975) Faðir vor (Bæn úr Mattheusarguðspjalli)
Hugi Guðmundsson (f.1977) Hrímey (Sigurbjörg Þrastardóttir)
Þóra Marteinsdóttir (f. 1978) Örlög (Ása Hlín Benediktsdóttir)
Bára Grímsdóttir (f.1960) Hver sem að reisir hæga byggð (Einar Sigurðsson í Eydölum)
Gott ár oss gefi. (Jón Þorsteinsson)
Þórarinn Guðmundsson (1896-1979) Land míns föður. (Jóhannes úr Kötlum)
Hugi Guðmundsson (f.1977) Barbara mær. (Þórarinn Eldjárn)
Jakob Hallgrímsson (1943-1999) Ó, undur lífs. (Valdimar Þorsteinsson)
Þorkell Sigurbjörnsson (1938-2013) Heyr himnasmiður. ( Kolbeinn Tumason)
Auður Guðjohnsen (f.1975) Hér á ég heima. (Auður Guðjohnsen)
Jón Nordal (f.1926) Smávinir fagrir. (Jónas Hallgrímsson)
Ingi T. Lárusson (1892-1946) Ó blessuð vertu sumarsól. (Páll Ólafsson)
Þorkell Sigurbjörnsson (1938-2013) Nú hverfur sól í haf. (Sigurbjörn Einarsson)
Kórinn skipa:
Sópran
Rakel Edda Guðmundsdóttir
Björg Jóhannesdóttir
Hulda Dögg Proppé
Þórunn Vala Valdimarsdóttir
Tenór
Marteinn Snævarr Sigurðsson
Bjarni Guðmundsson
Jón Ingi Stefánsson
Þorkell Helgi Sigfússon
Alt
Elfa Dögg Stefánsdóttir
Kristín Sveinsdóttir
Auður Guðjohnsen
Kristín Sigurðardóttir
Bassi
Pétur Oddbergur Heimisson
Hugi Jónsson
Kristján Karl Bragason
Philip Barkhudarov
Stjórnandi: Guðmundur Sigurðsson 
Scroll to Top