Jólavaka

Á fjórða í aðventu, 18. desember, er Jólavaka kl. 20 um kvöldið. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar og Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur, flytur hugvekju. Bergmál, ungmennakór Hafnarfjarðarkirkju syngja jólasöngva ásamt Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Barbörukórinn syngur. Gunnar Gunnarsson leikur á flautu. Kári Þormar leikur á orgel og píanó. Helga Sigríður Kolbeinsdóttir leikur á píanó. Kertaljós og hátíðleiki.

Njótið aðventunnar og sjáumst í kirkjunni!

Scroll to Top